Verðbréfaviðskipti

Nú geta fyrirtæki og aðrir lögaðilar átt hlutabréfa- og sjóðaviðskipti í Arion appinu og netbanka með einföldum hætti.*

Stofna til verðbréfaviðskipta

Öllum fjárfestingum fylgir áhætta. Við hvetjum þig til að kynna þér málið hér.

*Markaðsefni - sjá nánar.

Fyrirtæki og aðrir lögaðilar geta nú átt í verðbréfaviðskiptum með rafrænum hætti, í Arion appi eða netbanka. Í Arion appinu og netbanka er hægt að fylgjast með stöðu eignanna, ávöxtun og sækja hreyfingayfirlit hvenær sem þér hentar.

Einfalt rafrænt ferli


 
1

Stofna til verðbréfaviðskipta

2

Stofna LEI-auðkenni ef þú ætlar að eiga í viðskiptum með hlutabréf

3

Velja viðeigandi sjóð eða hlutabréf

4

Viðskiptin fara í vinnslu

5

Eignin birtist í vörslusafninu

Stofna til verðbréfaviðskipta

Til að geta átt í viðskiptum með hlutabréf eða sjóði þarf að stofna til verðbréfaviðskipta. Prókúruhafi svarar nokkrum spurningum um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og skráir hverjir eigi að hafa umboð til að kaupa og selja. Í kjölfarið er stofnað vörslusafn. Vörslusafn er bankareikningur sem tengist verðbréfasafni og er nauðsynlegt fyrir uppgjör viðskipta með verðbréf og sjóði. Auk þess þarf umboðshafi að hafa svarað spurningunum.

Stofna til verðbréfaviðskipta

LEI auðkenni

Fyrirtæki og aðrir lögaðilar þurfa að vera með LEI-auðkenni til þess að geta átt í viðskiptum með hlutabréf en ekki þarf þó LEI-auðkenni fyrir sjóðaviðskipti.

Sjóðir

Mikið úrval sjóða stendur fjárfestum til boða. Hér má sjá þá sjóði sem eru í Arion appinu og netbanka. Veittur er 25% afsláttur af gengismun og afgreiðslugjald er fellt niður við kaup í sjóðum í appi og netbanka. Einnig er auðvelt að stofna reglulegan sparnað í sjóðum með því að skrá félagið í áskrift.

Nánar um sjóði

 

Hlutabréf

Í Arion appinu og netbanka má sjá þau innlendu skráðu hlutabréf sem hægt er að eiga viðskipti með en mögulegt er að stunda viðskipti með öll félög sem eru skráð á Aðalmarkað og First North. Veittur er 25% afsláttur af þóknun vegna hlutabréfaviðskipta sem eru framkvæmd í appi og netbanka. Kaup- og söluferlið er afar einfalt.

Nánar um hlutabréf

Kaup verðbréfa í Arion appi

  • Þú velur „meira“ neðst á forsíðu appsins
  • Þú velur „verðbréf“
  • Þú velur hlutabréf eða sjóði
  • Þú velur það félag eða þann sjóð sem þú vilt kaupa í 

Kaupa verðbréf í Arion appi

Kaup verðbréfa í netbanka

  • Þú velur „verðbréf“ á valstikunni vinstra megin
  • Þú velur hlutabréf eða sjóði
  • Þú velur það félag eða þann sjóð sem þú vilt kaupa í
     

Kaupa verðbréf í netbanka

Almennur fyrirvari 

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla.

Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Arion banki áskilur sér rétt til að leiðrétta upplýsingar. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.

Varðandi samanburð þann sem unnt er að gera á síðunni, ef viðskiptavinur kýs, skal tekið fram að samanburðurinn kann að vera marklaus. Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu er mikilvægt að kynna sér vel eðli viðkomandi fjármálagernings og áhættur tengdar honum. Samanburðurinn er einungis til upplýsingar en ætti ekki að vera lagður til grundvallar viðskiptum að óathuguðu máli. Ekki skal litið á niðurstöðu samanburðar sem ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu.

Hvað varðar fjárfestingar í sjóðum er rétt að taka fram að í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf. Sjá nánari upplýsingar um sjóði Stefnis hf. á heimasíðu félagsins https://www.stefnir.is.

*Markaðsefni

Vakin er athygli á að þetta er markaðsefni sem miðlað er í markaðslegum tilgangi. Ekki er um að ræða upplýsingar sem bankinn þarf að veita samkvæmt lögum né skuldbindandi samning. Ekki er nóg að lesa upplýsingarnar sem hér eru veittar til að taka ákvörðun um fjárfestingu.