Eldri borgarar fá forgang í þjónustuveri

Arion banki býður eldri borgurum hraðþjónustu í þjónustuverinu í síma 444 7000.

Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið fá eldri borgarar forgang að þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu.

Ef um brýnt erindi, sem krefst afgreiðslu í útibúi, er að ræða er hægt að bóka fund.

Bóka fund í útibúi

Við getum aukið öryggi okkar með því að:

Nota
netbankann

Það er hægt að sinna næstum öllum almennum bankaaðgerðum í netbankanum.Nánar um netbankann

Kennslumyndbönd fyrir Arion appið

Í myndböndunum förum við í gegnum allar helstu aðgerðir sem í boði eru í Arion appinu, skref fyrir skref. Tilvalin hjálp fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

Myndböndin eru líka gott hjálpartæki fyrir þau sem vilja aðstoða og hvetja ömmu og afa, frænda og frænku og alla aðra sem þurfa á aðstoð að halda.

Skoða kennslumyndbönd

Útgreiðslur úr lífeyrissparnaði

Það er að mörgu að hygga þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Lífeyrisráðgjafar Arion banka veita sjóðfélögum í Lífeyrisauka og Frjálsa lífeyrissjóðnum ráðgjöf vegna útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur með því að skrá erindi þitt hér og við munum hafa samband við þig eins fljótt og kostur er. Ef við náum ekki að leysa mál þitt í gegnum síma eða rafrænar leiðir þá bókum við þig á fund á þeim tíma sem hentar þér.

Sjóðfélagar geta haft samband einnig sótt sjálfir um útgreiðslu í gegnum Mínar síður sjóðanna.

Panta fund með lífeyrisráðgjafa

Sparnaðarreikningur
fyrir 50 ára og eldri

Með Premium 50+, sem er reikningur fyrir 50 ára og eldri, er hægt að sameina spariféð á einum reikningi og njóta vaxta, en hafa jafnframt greiðan aðgang að því hvenær sem er.

Sjá nánar

Vörumst blekkingar

Lögreglan varar sérstaklega við tilraunum til að hafa fé af fólki í tengslum við COVID-19, í gegnum síma, með svikasíðum og Instagramreikningum.

Verum á varðbergi.

Almennar upplýsingar varðandi netöryggi