Aðgangsstýring í netbanka (Lykilaðgangur)
Lykilnotandi fyrirtækja og stofnana getur með einföldum hætti haldið utan um netbankaaðganga starfsmanna með því að hafa aðganga að aðgangsstýringum í netbanka (Lykilaðgang).
Notendaviðmótið er einfalt og þægilegt. Öryggi og gegnsæi eykst þar sem hægt er að stofna, skoða og stýra heimildum starfsmanna á rauntíma.
Staðfesting er send í tölvupósti á valinn ábyrgðarmann í hvert skipti sem aðgangi er breytt eða nýjum aðgangi bætt við, með því má tryggja innra eftirlit í þjónustunni.
Til að opna fyrir aðgang að Lykilaðgangi í netbanka þarf umsóknareyðublað að vera undirritað af þeim sem rita firmað í fyrirtækinu.