Hlutabréf

Verðbréfaviðskipti 

Nú er einfalt fyrir viðskiptavini að stofna vörslusafn og kaupa innlend hlutabréf í netbankanum okkar. Hraðari og einfaldari afgreiðsla með rafrænni undirritun og hægt að hefja viðskipti strax.

Stofna vörslusafn

LEI auðkenni

Lögaðilum er skylt að vera með LEI-auðkenni til að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan markað. Sjá nánar hér.
 

Fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Þá er vakin athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.

Varðandi samanburð þann sem unnt er að gera á síðunni, ef viðskiptavinur kýs, skal tekið fram að samanburðurinn kann að vera marklaus. Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu er mikilvægt að kynna sér vel eðli viðkomandi fjármálagernings og áhættur tengdar honum. Samanburðurinn er einungis til upplýsingar en ætti ekki að vera lagður til grundvallar viðskiptum að óathuguðu máli. Ekki skal litið á niðurstöðu samanburðar sem ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu.

Verðbréfa­viðskipti
eru komin í appið

Viðskipti með sjóði og hlutabréf hafa aldrei verið einfaldari. Fjárfestu í sjóðum og innlendum hlutabréfum með nokkrum smellum og fáðu frábæra heildarsýn og ítarupplýsingar um stöðu þinna fjárfestinga.

Verðbréfasafn

Staða á öllum þínum eignum á einum stað ásamt grafi sem sýnir ávöxtun og hreyfingaryfirliti. Frá verðbréfasafninu er svo hægt að skoða ítarupplýsingar um valinn sjóð eða hlutabréf og skoða stöðuna lengra aftur í tímann.

Sjóðir og hlutabréf

Þú getur stundað viðskipti með öll félög sem skráð eru í íslensku kauphöllina ásamt sjóðum frá Stefni. Viðmótið við kaup og sölu er afar einfalt og hægt að ljúka viðskiptaum með aðeins þremur smellum.