Persónuvernd

Arion banka er umhugað um persónuvernd og réttindi viðskiptavina sem varða persónuupplýsingar. Einn af hornsteinum Arion banka er að koma hreint fram og leggur bankinn sérstaka áherslu á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.

Persónuverndaryfirlýsing Arion banka

Í persónuverndaryfirlýsingunni er m.a. að finna útskýringar á því hvaða persónuupplýsingum bankinn safnar, hvenær og hvers vegna, hve lengi má ætla að upplýsingarnar verði geymdar, hvert upplýsingunum kann að verða miðlað og með hvaða hætti er gætt að öryggi þeirra. Einnig er að finna upplýsingar um réttindi viðskiptavinar vegna þeirra persónuupplýsinga sem bankinn vinnur.

Persónuverndaryfirlýsing

Persónuupplýsingar og samþykki

Viðskiptavinir geta sótt um skýrslu með persónuupplýsingum sínum í netbanka með því að sækja um skýrslu inn á persónuverndarsvæðinu í netbanka, en það er að finna undir Stillingar > Persónuvernd. Á sama stað geta viðskiptavinir breytt stillingum varðandi samþykki fyrir notkun bankans á persónuupplýsingum.

Persónuverndarfulltrúi

Hjá Arion banka starfar persónuverndarfulltrúi. Hlutverk persónuverndarfulltrúans er að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum laga og reglna um persónuvernd og ákvæðum almennu persónuverndarreglugerðar (ESB) nr. 2016/679 (pvrg). Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Arion banka með því að senda tölvupóst á netfangið personuvernd@arionbanki.is.