16. febrúar 2022
Skýrslur Arion banka fyrir árið 2021
Arion banki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu og áhrifa- og úthlutunarskýrslu vegna grænnar fjármögnunar fyrir árið 2021.
LESA NÁNARStarfsfólk Arion banka leggur kapp á að starfa með ábyrgum hætti, í sátt við samfélag og umhverfi.
Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær.
Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.
Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hagsmunaðila Arion banka og áhersluatriði varðandi samfélagsábyrgð.
Við viljum vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar og losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun samtímans og nauðsynlegt að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráða. Við ætlum að leggja okkar af mörkum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum og náð metnaðarfullu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Bankar gegna lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og við beinum sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu.
Við gerum þá kröfu til okkar birgja að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þegar við veljum á milli sambærilegra tilboða frá birgjum munu loftslags- og umhverfissjónarmið ráða ákvörðun okkar. Markmið bankans er að draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 frá viðmiðunarárinu 2015 og kolefnisjafna alla þá losun sem eftir stendur.
Við setjum okkur markmið og birtum árangur hvað varðar þá þætti sem við höfum mest áhrif á, svo sem innkaup, eigin rekstur og þjónustu við viðskiptavini. Með markvissum hætti munum við auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum og styðja við vegferð viðskiptavina okkar í átt að grænni framtíð í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Arion banki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu og áhrifa- og úthlutunarskýrslu vegna grænnar fjármögnunar fyrir árið 2021.
LESA NÁNARÞann 16. desember síðastliðinn lauk Arion banki útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki, ARION 26 1222 GB, fyrir samtals 3.640 m.kr.
LESA NÁNARÁrið 2020 kynnti Arion banki til leiks, fyrstur íslenskra banka, grænan innlánsreikning sem ber nafnið Grænn vöxtur.
LESA NÁNARStefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn.
LESA NÁNARArion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar. Bankinn er með hæstu einkunn ásamt einum öðrum útgefanda eða 90 stig af 100 mögulegum og er í flokki A3.
LESA NÁNARArion banki gerðist nýverið aðili að Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF). Um er að ræða alþjóðlegan samstarfsvettvang fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á...
LESA NÁNARArion banki og Vörður fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.
LESA NÁNARArion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur verið lögð höfuðáhersla á að einstaklingar fái greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.
LESA NÁNARSíðastliðinn föstudag fengu Arion banki, Vörður og Stefnir viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og þar með nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
LESA NÁNARArion banki gaf í dag út græn skuldabréf til fjögurra ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 44 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu Arion banka.
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".