Stefna Arion banka um sjálfbærni

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær. 

Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hagsmunaðila Arion banka og áhersluatriði varðandi samfélagsábyrgð.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Skuldbindingar, vottanir og þátttaka í samstarfi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni

 
 • Meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi, Principles for Responsible banking (UN PRB), frá september 2019
   
 • Einn af stofnaðilum samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, Grænvangs, í september 2019
   
 • Jafnlaunavottun VR fyrst árið 2015 og Jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins frá 2018
   
 • Meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, Principles for Responsible Investment (UN PRI), frá 2017
   
 • Einn af stofnaðilum Iceland Sif, félags íslenskra fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar
 • UN Global Compact, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, frá 2016
   
 • Aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá 2015
   
 • Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum að mati Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti frá 2015
   
 • Jafnréttissáttmáli UN Women og UN Global Compact frá 2014
   
 • Aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð

Umhverfis- og loftslagsstefna Arion banka

Við viljum vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar og losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun samtímans og nauðsynlegt að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráða. Við ætlum að leggja okkar af mörkum svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og öðrum innlendum og alþjóðlegum umhverfis- og loftslagssáttmálum og náð metnaðarfullu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Bankar gegna lykilhlutverki í því að fjármagna framfarir og við beinum sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu.

Við gerum þá kröfu til okkar birgja að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þegar við veljum á milli sambærilegra tilboða frá birgjum munu loftslags- og umhverfissjónarmið ráða ákvörðun okkar. Markmið bankans er að draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 frá viðmiðunarárinu 2015 og kolefnisjafna alla þá losun sem eftir stendur.

Við setjum okkur markmið og birtum árangur hvað varðar þá þætti sem við höfum mest áhrif á, svo sem innkaup, eigin rekstur og þjónustu við viðskiptavini. Með markvissum hætti munum við auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum og styðja við vegferð viðskiptavina okkar í átt að grænni framtíð í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Markmið til ársins 2030

 • Á árinu 2022 munum við setja okkur markmið um hlutfall grænna lánveitinga af heildarlánasafni til ársins 2030.
 • Á árinu 2022 munum við setja okkur stefnu hvað varðar þær atvinnugreinar sem hafa mest áhrif í okkar lánveitingum með tilliti til loftslags- og umhverfissjónarmiða.
 • Við spyrjum okkar helstu birgja um umhverfis- og loftslagsáhrif af þeirra starfsemi.
 • Á árinu 2022 ætlum við að hefja þá vinnu að meta kolefnisspor lánasafnsins til samræmis við aðferðafræði PCAF. Þegar við höfum náð góðri mynd af kolefnisspori lánasafnsins munum við setja okkur markmið um hvernig við getum dregið úr sporinu til ársins 2030 í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins.
 • Frá og með árinu 2023 mun bankinn ekki kaupa inn bíla nema þeir noti 100% endurnýjanlega orkugjafa.
 • Við ætlum að koma hlutfalli flokkaðs úrgangs í rekstri bankans í 90% fyrir árið 2023.
 • Markmið bankans er að draga úr losun kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af eigin starfsemi um a.m.k. 55% fyrir árið 2030 miðað við árið 2015 og kolefnisjafna alla þá losun.

Siðareglur birgja

Fréttir