Upplýsingagjöf Arion banka um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar

Lög nr. 25/2023 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu innleiddi tvær reglugerðir Evrópusambandsins í íslensk lög, annars vegar reglugerð um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR-reglugerðina) og hins vegar reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (Taxonomy-reglugerðin).

Í SFDR-reglugerðinni er fjallað um samræmdar reglur fyrir aðila á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafa til að birta upplýsingar um það sem þeim ber skylda að birta fjárfestum varðandi sjálfbærnitengd áhrif í tengslum við fjármálaafurðir. Reglugerðin leggur m.a. skyldur á aðila á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafa til að birta upplýsingar um það hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvarðanir sem og í ráðgjöf og hvort, og þá hvernig, tekið er tillit til skaðlegra áhrifa á sjálfbærni. Samkvæmt skilgreiningum í SFDR er sjálfbærniáhætta atburður eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta sem gæti, ef hann gerist, haft raunveruleg eða hugsanleg veruleg neikvæð áhrif á virði fjárfestingar.

Arion banki telst vera aðili á fjármálamarkaði og fjármálaráðgjafi samkvæmt skilgreiningu SFDR reglugerðarinnar og vinnur bankinn að innleiðingu löggjafarinnar.

Yfirlýsing um sjálfbærniáhættu – 3. gr. SFDR

Hér má finna upplýsingar um innleiðingu bankans á áhættuþáttum tengdum sjálfbærni í fjárfestingarákvarðanaferli og fjárfestingarráðgjöf.

Yfirlýsing um sjálfbærniáhættu

Yfirlýsing Arion banka vegna helstu neikvæðu áhrifa fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþætti – 4. gr. SFDR

Yfirlýsing vegna helstu neikvæðu áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti

Arion banki og sjálfbærni

Arion banki leggur ríka áherslu á umhverfis- og félagsþætti í sinni starfsemi og góða og vandaða stjórnarhætti. Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Bankinn á í víðtæku samstarfi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar, bæði innanlands og alþjóðlega og er aðili að fjölmörgum sáttmálum og sameiginlegum yfirlýsingum. Bankinn er meðal annars aðili að UN Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB) og jafnréttissáttmála UN Women.

Á innlendum vettvangi er bankinn meðal annars aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og er einn af stofnfélögum IcelandSIF, félags íslenskra fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar. Þá er bankinn einn af stofnfélögum Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Bankinn hefur verið aðili að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar frá árinu 2015 og gerðist aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem forsætisráðuneytið, Festa, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða stóðu að árið 2020. Þá hefur bankinn undirritað viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina, hreyfiafl Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Nánari upplýsingar um sjálfbærni í Arion banka má finna hér.