Aðstoð vegna dánarbúa

 Hjá Arion banka færðu aðstoð varðandi afgreiðslu dánarbúa.

Við fráfall viðskiptavinar 

Hér finnur þú upplýsingar um þau atriði sem tengjast meðferð á dánarbúum.

Við andlát lýkur skattskyldu einstaklings og til verður nýr lögaðili, dánarbú, sem heldur sömu kennitölu og tekur við öllum eignum og skuldum hins látna, þar með talið reikningum. Við andlát falla niður öll umboð sem hinn látni hefur gefið öðrum til úttekta, þetta gildir einnig um aðgang að netbanka.

Fyrstu skref aðstandenda

Fyrsta skrefið við skipti á dánarbúi er að tilkynna um andlátið. Við andlát fá aðstandendur hins látna afhent dánarvottorð frá lækni sem afhenda þarf á skrifstofu sýslumanns í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili. Sýslumaður áframsendir dánarvottorðið til Þjóðskrár Íslands sem skráir viðkomandi einstakling látinn í þjóðskrá. 

1

Tilkynna andlát - Fara með dánarvottorð til sýslumanns.

2

Sækja um leyfi hjá sýslumanni til frágangs dánarbús

3

Hafa samband við bankann og fá ráðgjöf varðandi frágang dánarbús.