Önnur lán

Lán vegna nýbygginga

Við bjóðum húsbyggjendum heildstæða fjármögnun á byggingaframkvæmdum, allt frá lóðarkaupum og þar til eign er fullbyggð. Áður en farið er af stað er gott að meta stöðu sína með því að fara í gegn um greiðslumat sem er að finna hér. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um lán vegna nýbygginga er hægt að hafa samband við ibudalan@arionbanki.is.

  • Eigið fé í upphafi þarf að vera 30% af áætluðum byggingarkostnaði.
  • Kostnaðar- og verkáætlun þarf að liggja fyrir í byrjun.
  • Lánað er óverðtryggt skammtímalán fram að fokheldi eignar.
  • Hámarks veðhlutfall framkvæmda er allt að 70% af verkáföngum á hverjum tíma.
  • Við B2 (fokheld bygging) verður eign fyrst lánshæf fyrir íbúðalánum og í áföngum eftir hækkun byggingarstigs.
  • Brunatrygging fasteigna í smíðum/smíðatrygging
  • Eingöngu er lánað á fyrsta veðrétt.
  • Lánstími er allt að 40 ár. Íbúðalánið getur verið verðtryggt eða óverðtryggt með breytilegum eða föstum vöxtum. Sjá nánar um íbúðalán.
  • Þegar fasteign er fullbyggð og komin á B4 fæst lán allt að 80% af byggingarkostnaði eða markaðsverðmæti, þ.e. því sem lægra reynist.

Fasteignalífeyrir

Fasteignalífeyrir hentar þeim sem skulda lítið í íbúðarhúsnæðinu sínu en þurfa pening t.d. vegna viðgerða og eða viðhalds á húsnæðinu. Með Fasteignalífeyri geta viðskiptavinir fengið lán með veði í húsnæðinu sínu og þurfa hvorki að greiða afborganir né vexti á lánstímanum.

  • Gerir þér kleift að nýta fasteignina þína til að auka ráðstöfunartekjurnar.
  • Upphæð láns ræðst af fasteignamati húsnæðis og aldri lántaka.
  • Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum greiðslumat, en við tökum þó mið af eignastöðu ef greiðslumat kemur út neikvætt.
  • Er veitt með veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi sem er skilgreint sem andstæða við atvinnuhúsnæði.

Sumarhúsalán 

  • Lánstími allt að 15 ára
  • Vegna kaupa eða endurbóta á frístundahúsnæði (t.d. sumarhús)
  • Jafnar afborganir - ekki jafnar greiðslur
  • Verðtryggt eða óverðtryggt
  • Breytilegir íbúðalánavextir + álag sem tekur mið reglum vörunnar
  • Lánshlutfallið getur verið allt að 70%
  • Brunabótamatið þarf að vera í samræmi við markaðsverð
  • Lántökugjald skv. verðskrá bankans á hverjum tíma
  • Húsnæðið verður að vera á B4 áður en lánið er veitt
  • Húseigendatrygging til staðar, sem nær yfir önnur tjón en brunatjón
  • Er veitt með veði í frístundahúsi á Íslandi utan þéttbýlis þar sem öðru jöfnu er óheimilt að hafa skráð lögheimili.

Fasteignalán

  • Lánstími er allt að 30 ár.
  • Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 80% af markaðsvirði eignar þegar lán er veitt á fyrsta veðrétt, annars 70%. Miðað er við kauptilboð við nýkaup en fasteignamat við endurfjármögnun.
  • Lán getur verið verðtryggt eða óverðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af veðhlutfalli.
  • Lántökugjald og önnur gjöld eru samkvæmt verðskrá bankans
  • Ekkert uppgreiðslugjald.
  • Er veitt með veði í fasteign á Íslandi.