Íbúðalán fyrir þá sem eru
með tekjur í erlendum gjaldmiðli

Íbúðalán eða fasteignalán fyrir þá sem eru með tekjur í erlendum gjaldmiðli eru fyrir viðskiptavini sem vilja taka lán en þurfa að nota erlendar tekjur til að standast greiðslumat eða eru með lögheimili erlendis. Fasteignaveð er alltaf á Íslandi.

Skilyrði er að íbúðalánið sé ætlað einstaklingum til kaupa, endurbóta eða endurfjármögnunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

Í boði eru:

  • Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum - án uppgreiðslugjalds.
  • Óverðtryggð lán með föstum vöxtum í 3 ár - að hámarki 0,6% uppgreiðslugjald á fastvaxtatímabili. 
  • Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum - án uppgreiðslugjalds.
  • Verðtryggð lán með föstum vöxtum í 3 ár - að hámarki 1% uppgreiðslugjald á fastvaxtatímabili.

Greiðslumat

Lántaki þarf að geta staðist greiðslumat að teknu tilliti að greiðslubyrði (regluleg endurgreiðsla lánsins) íbúðaláns geti hækkað um 40%.

Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.

Forsendur fyrir láni

  • Veðhlutfall má aldrei fara yfir 70% af markaðsvirði við kaup og fasteignamati við endurfjármögnun
  • Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti
  • Lánið er alltaf á fyrsta veðrétti
  • Lánstími: 5-40 ár
  • Lágmarkslán er kr. 1.000.000 við hverja lántöku
  • Ef lánsfjárhæð er hærri en kr. 70.000.000 þarf afgangur í greiðslumati að vera kr. 175.000 að lágmarki

Upplýsingar um lántökugjald er að finna í verðskrá bankans, sjá hér
Hægt er að fá nánari upplýsingar á ibudalan@arionbanki.is

Greiðsla af láni

Það er skylda að hafa lánið í skuldfærslu af innlánsreikningi hjá Arion banka í íslenskum krónum. Það má ekki greiða þau í erlendri mynt. Viðskiptavinur verður að hafa frumkvæði af því að millifæra á reikning í íslenskum krónum til að greiða af láninu.

Mikilvægt að vita

Athugið að ætli lántaki sér ekki að búa í fasteigninni hefur það áhrif á vaxtaálag lánsins.

Leyfilegt er að lána til aðila sem eru með erlent lögheimili en ákveðin lönd þarf að skoða nánar.

Lánsumsókn

Umsókn um lán í íslenskum krónum tengt erlendum gjaldmiðli