Áreiðanleikakönnun fyrirtækja

Við viljum kynnast fyrirtækinu þínu betur

Mikilvægur liður í starfsemi okkar er að þekkja viðskiptavini, markmið þeirra og aðstæður. Þannig getum við betur uppfyllt þarfir þeirra og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.

Arion banka er auk þess skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir tilteknum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir. Þessar upplýsingar skipta máli í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eru því stór þáttur í samfélagsábyrgð bankans.

Áreiðanleikakönnun er svarað af stjórnarmanni eða prókúruhafa lögaðila. Í könnuninni er m.a. óskað eftir neðangreindum upplýsingum:

  • Endanlega eigendur
  • Stjórnarmenn og prókúruhafar
  • Heimilisfang stjórnarmanna og prókúruhafa
  • Tengiliðaupplýsingar
  • Skattalegt heimilisfesti viðkomandi lögaðila og eigenda

Fyrir ehf. og hf.

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsinga um fyrirtækið þitt. Rafrænni áreiðanleikakönnun er svarað af stjórnarmanni eða prókúruhafa lögaðila og er aðeins aðgengileg fyrir einkahlutafélög og hlutafélög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá ríkisskattsstjóra og hafa gengið frá skráningu á endanlegum eigendum.

Athugið að ef tengdir aðilar eru búsettir erlendis er ekki hægt að klára áreiðanleikakönnunina rafrænt heldur þarf að fylla út neðangreint eyðublað vegna endurnýjunar á áreiðanleikakönnun, senda útfyllt eyðublað ásamt gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á netfangið fts@arionbanki.is

Áreiðanleikakönnun - endurnýjun - lögaðili

Rafræn áreiðanleikakönnun vegna fyrirtækis (eingöngu hf. og ehf.)

Ert þú í forsvari fyrir lögaðila og átt eftir að sanna á þér deili?

Til þess að ljúka áreiðanleikakönnun þurfa stjórnarmenn og prókúruhafar félagsins að hafa sannað á sér deili gagnvart bankanum með framvísun á rafrænu eða hefðbundnu skilríki.

Smelltu hér til að sanna á þér deili með rafrænum hætti 

Fyrir húsfélög

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsinga um húsfélagið þitt. Forsvarsaðili húsfélagsins (gjaldkeri) þarf að skila inn staðfestingu á kjöri stjórnar með því að fylla út neðangreint eyðublað ásamt því að senda fundargerð á netfangið fts@arionbanki.is

Umboð til gjaldkera húsfélags og tilkynning um stjórnarkjör 

Ert þú í forsvari fyrir húsfélag og átt eftir að sanna á þér deili?

Til þess að ljúka áreiðanleikakönnun þarf forsvarsaðili húsfélagsins að hafa sannað á sér deili gagnvart bankanum með framvísun á rafrænu eða hefðbundnu skilríki.

Smelltu hér til að sanna á þér deili með rafrænum hætti 

Fyrir sf. og slf. félög

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsingar um félagið þitt. Forsvarsaðili félagins þarf að fylla út neðangreint eyðublað vegna endurnýjunar á áreiðanleikakönnun, senda útfyllt eyðublað ásamt gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á netfangið fts@arionbanki.is.

Áreiðanleikakönnun fyrir sf. og slf. félög

Fyrir félagasamtök

Samkvæmt lögum ber okkur skylda að afla upplýsingar um félagasamtökin þín. Forsvarsaðili félagins þarf að fylla út neðangreint eyðublað vegna endurnýjunar á áreiðanleikakönnun, senda útfyllt eyðublað ásamt gögnum sem listuð eru neðst á eyðublaðinu á netfangið fts@arionbanki.is.

Áreiðanleikakönnun fyrir félagasamtök

 

Spurt og svarað