Áreiðanleikakönnun fyrirtækja
Mikilvægur liður í starfsemi okkar er að þekkja viðskiptavini, markmið þeirra og aðstæður. Þannig getum við betur uppfyllt þarfir þeirra og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.
Arion banka er auk þess skylt, á grundvelli laga nr. 140/2018, að búa yfir tilteknum upplýsingum um viðskiptavini sína og er óheimilt að framkvæma viðskipti eða eiga í viðskiptasambandi nema þær liggi fyrir. Þessar upplýsingar skipta máli í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eru því stór þáttur í samfélagsábyrgð bankans.
Rafræn áreiðanleikakönnun
Rafrænni áreiðanleikakönnun er svarað af stjórnarmanni eða prókúruhafa lögaðila og er aðeins aðgengileg fyrir einkahlutafélög og hlutafélög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá ríkisskattsstjóra og hafa gengið frá skráningu á endanlegum eigendum. Í könnuninni er m.a. óskað eftir neðangreindum upplýsingum:
- Endanlega eigendur
- Stjórnarmenn og prókúruhafar
- Heimilisfang stjórnarmanna og prókúruhafa
- Tengiliðaupplýsingar
- Skattalegt heimilisfesti viðkomandi lögaðila og eigenda
Ert þú í forsvari fyrir lögaðila og átt eftir að sanna á þér deili?
Til þess að ljúka áreiðanleikakönnun þurfa stjórnarmenn og prókúruhafar félagsins að hafa sannað á sér deili gagnvart bankanum með framvísun á rafrænu eða hefðbundnu skilríki.
Smelltu hér til að sanna á þér deili með rafrænum hætti
Hefja áreiðanleikakönnun vegna fyrirtækis (eingöngu hf. og ehf.)

Almennt um áreiðanleikakönnun
Ef félagið getur ekki gengið frá áreiðanleikakönnun rafrænt er forsvarsaðilum bent á að hafa samband við þjónustuver eða útibú. Á meðal þeirra upplýsinga sem bankinn kann að kalla eftir, til viðbótar við ofangreint, eru eftir atvikum m.a. eftirfarandi upplýsingar:
- Samþykktir félagsins og undirritunarreglur
- Fundargerð um kjör stjórnar
- Skilríki stjórnarmanna og prókúruhafa
Vinsamlegast athugið að öll gögn þurfa að vera á íslensku, ensku eða norðurlandatungumáli (öðru en finnsku).
Spurt og svarað
Það birtast rangar upplýsingar um stjórn og/eða eigendur?
Aðili tengdur fyrirtækinu á eftir að sanna á sér deili, hvað geri ég?