Netbanki Arion

Með aðgangi að netbankanum getur þú stundað
öll helstu bankaviðskipti þín á netinu.

Opna netbankann

Vinsælasta útibúið

Netbankinn er okkar vinsælasta útibú og fær yfir hálfa milljón heimsókna í hverjum mánuði. Netbankinn býður upp á fjölmarga möguleika í bankaþjónustu og allt saman á styttri tíma en það tæki þig að fara í útibú.

Það tekur þig aðeins 3 mínútur að stofna netbanka. Eftir hverju ertu að bíða?

Stofna netbanka


Taktu stjórnina

Sjáðu um þína eigin bankaþjónustu hvar og hvenær sem er. Sjáðu um hana þegar þér hentar.

Í netbankanum getur þú millifært, borgað reikninga, greitt inn á lán og kreditkort. Allt þegar þér hentar.

Stofnaðu reikninga og
pantaðu kort

Það hefur aldrei verið þægilegra að stofna sína sparnaðarreikning. Í netbankanum getur þú valið úr fjölda reikninga. Þú velur þann reikning sem hentar best. 

Berðu saman kort og finndu út hvaða kort hentar þér best. Þú pantar svo nýtt kort með einum smelli.

Meira um kort
Meira um sparnað

Öruggari bankaþjónusta

Netbankinn er ekki bara fljótlegri og þægilegri kostur í bankaþjónustu heldur einnig öruggari. Netbankinn er á https svæði sem er öruggt og dulkóðað.

Innskráning með rafrænum skilríkjum, app auðkenningu, PIN númerum og leyninúmerum reikninga gerir okkur kleift að hámarka öryggi þitt og draga úr líkum á fjársvikum. 

Meira um rafræn skilríki

App auðkenning

App auðkenning gerir notendum kleift að auðkenna sig í netbanka og Arion appi með auðkennisnúmeri sem birtist í auðkenningarappi í snjalltækjum.

Nánar um app auðkenningu

Fjölbreytt þjónusta

Þú getur séð um eigin reikninga og greiðslur, stofnað sparnaðarreikninga, pantað debet og kreditkort, stundað verðbréfaviðskipti og svo miklu meira.

Heimilisbókhald

Með Meniga heimilisbókhaldi í netbankanum færðu betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins.

Allt um lífeyrissparnað

Í netbankanum getur þú fylgst með stöðunni á lífeyrissparnaðinum þínum.

Tilkynningar um greiðslu eða stöðu

Viltu fá að vita þegar launin þín eru komin? Eða þegar staðan fer undir ákveðna upphæð? Það er ekkert mál, þú velur hvaða tilkynningar þú færð sendar.

Bankaþjónusta hvar og hvenær sem er

Í netbankanum er hægt að framkvæma 96% af allri þeirri bankaþjónustu sem við bjóðum uppá, allt þegar þér hentar.

Spurt og svarað