Hvað er netdreifing?
Netdreifing er greiðsludreifing sem viðskiptavinur setur upp og stýrir sjálfur í Netbanka Arion banka. Með netdreifingu er hægt að jafna út sveiflur í mánaðarlegum útgjöldum með 12 mánaða áætlun. Útgjöldin eru skuldfærð á sérstakan reikning, Netdreifingarreikning, sem er stofnaður í tengslum við þjónustuna.
Ég er að setja áætlunina upp og skýringin sem kemur sjálfkrafa með kröfunni er ekki lýsandi. Get ég gefið útgjaldaliðum annað nafn?
Já, þú getur breytt skýringunni og gefið útgjaldalið lýsandi nafn þegar þú ert á síðunni „Nýr útgjaldaliður“.
Mig langar til að setja greiðsluseðil sem ég er greiðandi af, inn á áætlunina, en hann birtist ekki í listanum yfir ógreiddar kröfur.
Athugaðu að sumir reikningar eru innheimtir með gíró- eða greiðsluseðlum sem að koma ekki inn í netbankann. Slíka reikninga er ekki hægt að setja í sjálfvirka skuldfærslu í netdreifingu.Ef greiðsluseðill er ekki sýnilegur undir „Greiðsluseðlar í boði fyrir þig“ getur þú bætt útgjaldalið inn með því að smella á „Velja aðra mögulega greiðsluseðla úr lista“. Á þessum lista eru aðilar sem innheimta með fáum gjalddögum á ári til dæmis Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Mig langar að setja greiðsluseðil sem maki minn er greiðandi af, inn á áætlunina, en hann birtist ekki á listanum sem ég get valið úr.
Hægt er að setja inn greiðsluseðil að eigin vali í netdreifingu. Það er gert með því að skrá inn seðil upplýsingar (OCR línu á greiðsluseðli). Hér þarf eigandi netdreifingar ekki að vera tengdur greiðanda kröfunnar.Maki getur einnig veitt þér umboð til að sjá ógreidda greiðsluseðla á sínu nafni í netbankanum þínum. Umboð er hægt að nálgast í næsta útibúi Arion banka.
Ég setti greiðsluseðil í netdreifingu í síðasta mánuði og nú virðist sem svo að hann sé ekki í sjálfvirkri greiðslu þar sem á forsíðu netbankans segir að hann sé ekki skuldfærður. Hvernig stendur á þessu?
Gakktu úr skugga um að þú hafir örugglega staðfest nýju áætlunina. Ef greiðsluseðillinn er skráður á virka áætlun sem birtist þegar þú smellir á „Greiðsluþjónusta/Áætlun“ í netbankanum þá ertu búin/n að staðfesta áætlunina. Ef greiðsluseðillinn er afborgun af skuldabréfi þá merkist hann ekki skuldfærður í netbanka fyrr en ný áætlun fyrir netdreifingu tekur gildi. Ef eindagi greiðsluseðilsins er fyrir gildistöku áætlunarinnar þá þarftu sjálf(ur) að greiða þann greiðsluseðil en netdreifingin mun sjá um næstu greiðslur. Ef ekkert af þessu á við, hafðu þá samband við Þjónustuver Arion banka, sem aðstoðar þig frekar í málinu eða sendu tölvupóst á
greidsluthjonusta@arionbanki.is og það verður haft samband við þig.
Mig langar til að millifæra sömu upphæð mánaðarlega út af netdreifingunni og inn á annan reikning, hvernig geri ég það?
Þú smellir á „bæta við millifærslu“ þar er hægt að setja inn skýringar, upphæð og hvenær millifærsla á að eiga sér stað.
Get ég séð hvaða reikningar eru að greiðast og upphæðir þeirra?
Já, í "Viðskiptasaga" getur þú valið þá reikninga sem eru í netdreifingu. Þú færð þá lista yfir greiðsluseðlana, upphæð þeirra og hvort þeir eru greiddir eða ógreiddir.
Hvers vegna greiðist ekki reikningur í netdreifingu?
Byrjaðu á því að skoða útgjaldaáætlunina „Greiðsluþjónusta/Áætlun“ til að ganga úr skugga um að áætlunin sé virk, útgjaldaliður sé inni og eigi að greiðast. Ef hann er inni er möguleiki á að ekki sé næg innistæða á Netdreifingarreikningi. Ef svo er þarft þú að millifæra aukaupphæð inn á Netdreifingarreikninginn með hefðbundinni millifærslu undir „Greiðslur/Millifæra“. Einnig getur þú endurnýjað áætlunina miðað við nýjar forsendur og tryggt þannig að allir reikningar greiðist á réttum tíma í framtíðinni.
Ef ég þarf að bæta við eða breyta netdreifingaráætluninni, verð ég að endurnýja hana til 12 mánaða?
Nei, þú getur valið hvort þú klárar núverandi tímabil ef meira en 3 mánuðir eru eftir af þeirri áætlun eða hvort þú byrjar nýtt 12 mánaða tímabil.
Mér er boðið að láta útgjaldaliði greiðast á gjalddaga eða þremur dögum fyrir eindaga. Hver er munurinn á gjalddaga og eindaga og hvort er betra?
Gjalddagi er sá dagur sem ætlast er til að reikningur sé greiddur, en eindagi er síðasti dagur til að greiða kröfu áður en dráttarvextir reiknast á hana. Stundum er þessi dagsetning sú sama. Betra er að greiða þremur dögum fyrir eindaga því þá greiðir þú yfirdráttarvexti í styttri tíma eða inneign er lengur á vöxtum á netdreifingarreikningi.
Hvað geri ég ef einn eða fleiri útgjaldaliðir hafa hækkað á miðju tímabili?
Nauðsynlegt er að bera reglulega saman áætlun og raunstöðu. Það er hægt að gera í „Samanburður útgjalda“. Þú getur breytt og bætt við áætlun þína hvenær sem er í netbankanum og velur þá hvort þú vilt bæta við núverandi áætlun eða byrja nýtt 12 mánaða tímabil. Ekki þarf að setja inn stöðu reiknings á áætlun, netdreifingin gerir ráð fyrir henni í upphafi áætlunar.
Hver er ávinningur minn af því að vera í netdreifingu?
Þjónustan er gjaldfrjáls og þú losnar við sveiflur í útgjöldum. Vextir eru hagstæðir og netbanki er til reiðu allan sólarhringinn. Gefur góða yfirsýn yfir fjármálin.
Hvað gerist þegar 12 mánaða tímabilið er að verða búið?
Þegar um einn mánuður er eftir af tímabilinu sendir netbankinn áminningu um að endurnýja áætlunina. Endurnýja þarf áætlun áður en hún rennur út.
Hvernig veit ég hvenær gjalddagar eru á útgjöldunum mínum á árinu?
Gjalddagar geta verið mismunandi eftir útgjaldaliðum . Upplýsingar um gjalddaga og upphæðir færð þú hjá viðkomandi fyrirtæki.
Ég er með greiðsluseðil í vanskilum, get ég sett hann í netdreifingu?
Ekki er hægt að bæta inn gjaldföllnum kröfum í netdreifingu.
Hvenær tekur netdreifing gildi?
Netdreifing tekur gildi þegar þú hefur valið „Staðfesta skráningu“ í skrefi þrjú.
Hvernig er tillaga að mánaðarlegri innborgun fundin?
Netbankinn reiknar út upphæðina sjálfkrafa og deilir heildarútgjöldum ársins niður á 12 mánuði. Gert er ráð fyrir um 5.000 króna afgangi til að mæta ófyrirséðri hækkun. Upphæðin er síðan námunduð að næsta hundraði.
Hvað er skuldfærslureikningur?
Skuldfærslureikningur er sá reikningur sem viðskiptavinur tilgreinir og stofnast þá sjálfvirk millifærsla af skuldfærslureikningi inn á netdreifingarreikning.
Þarf ég að greiða sömu upphæð inn á Netdreifingarreikning alla mánuði ársins?
Hægt er að greiða óreglulega inn á netdreifinguna svo lengi sem áætlun endar ekki í mínus. Með því að velja tíðni greiðslna „Annað“ þá getur þú sett þá upphæð sem að þú ætlar að greiða inn í viðkomandi mánuði.
Er hægt að skuldfæra af fleiri en einum reikningi yfir á netdreifingu?
Já, hægt er að skuldfæra af tveimur reikningum.
Þarf ég alltaf að greiða inn á netdreifingu fyrsta dag mánaðar?
Nei, hægt er að velja dagsetningarnar 1., 5., 10., 15., 20. eða 25. Það er mögulegt að borga tvisvar í mánuði með því að setja sama reikning sem skuldfærslureikning 1 og 2 og borga t.d. 1. og 15. hvers mánaðar.
Eftir að ég hef stofnað netdreifingu, þarf ég eitthvað að fylgjast með henni?
Nauðsynlegt er að bera reglulega saman áætlun og raunútgjöld. Skekkja getur myndast vegna hækkandi eða lækkandi útgjaldaliða og ekki öruggt að 12 mánaða áætlun standist í öllum tilfellum. Hægt er að breyta áætlun hvenær sem er þó 12 mánuðir séu ekki liðnir.Einfalt er að bera netdreifingaráætlun saman við raunveruleg útgjöld í netdreifingu með því að fara í „Greiðsluþjónusta“ í netbankanum og velja „Samanburður útgjalda“.
Hvers vegna þarf ég að skrá mig fyrir tilkynningum og viðvörunum frá netdreifingu?
Okkur er umhugað um að viðskiptavinir lendi ekki í vanskilum að óþörfu. Ef þú færð tilkynningu um að greiðsla hafi ekki tekist, þá er það merki um að ekki sé næg innistæða/heimild á netdreifingarreikningi. Þú gætir þurft að leggja aukalega inn á Netdreifingarreikning eða endurnýja áætlunina til að laga hana að breyttum útgjöldum.
Getum við hjónin verið saman í netdreifingu?
Já, hægt er að setja greiðsluseðla á skylda og óskylda aðila inn í netdreifingu. Með umboði frá maka getur reikningseigandi einnig séð ógreiddar kröfur á maka í sínum netbanka. Umboð er hægt að nálgast í næsta útibúi Arion banka.
Hvernig endurnýja ég eða breyti netdreifingu?
Ef þú vilt endurnýja/breyta netdreifingu, ferðu í gegnum skrefin þrjú frá upphafssíðu netdreifingar. Til að breytingin taki gildi verður þú að staðfesta hana í skrefi þrjú.
Ef ég breyti áætluninni, hvenær tekur þá ný áætlun gildi?
Ný áætlun tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Greiðslurnar detta samt ekki niður í millitíðinni því að netdreifing heldur áfram að vera virk samkvæmt eldri áætlun þangað til að ný áætlun tekur gildi.
Hvernig get ég fengið hærri heimild til að mæta sveiflum?
Netdreifingin reiknar út hvað þú þarft háa heimild og þú þarft að klára heimildaskrefin sem koma í beinu framhaldi af staðfestingu áætlunar. Ef þú þarft hærri heimild en útreikningur segir til um, þarftu að lagfæra áætlun.
Ef ég sæki um vilyrði fyrir heimild, hvernig er mér svarað?
Þú færð svarið sent í skilaboðaskjóðuna í netbankanum. Hafir þú valið að fá tilkynningar frá netdreifingu í tölvupósti færðu svarið einnig í tölvupósti.
Hvernig get ég minnkað þörfina fyrir yfirdráttarheimild á Netdreifingarreikningi?
Þú getur hækkað mánaðarlega innborgun. Þú getur greitt aukalega inn á Netdreifingarreikninginn. Þú getur greitt meira inn á Netdreifingarreikninginn í þeim mánuðum sem netdreifing er í lægstu stöðu. Þetta er gert með því að velja „Annað“ í tíðni greiðslna þegar skuldfærslureikningur er valinn. Ef þú hefur valið annan innborgunardag en 1. dag mánaðar, þá getur þú lækkað heimildaþörfina með því að breyta innborgunardegi í 1. dag mánaðar.
Ég er með útgjöldin mín í boðgreiðslum á kreditkortinu mínu. Hvers vegna ætti ég að færa þau yfir í netdreifingu?
Boðgreiðslur bjóða ekki upp á greiðslujöfnun og jafna því ekki út sveiflur í útgjöldum líkt og í netdreifingu.
Hvernig færi ég boðgreiðslur af kreditkortinu yfir í netdreifinguna?
Þú hefur samband við fyrirtækið sem þú ert að kaupa þjónustuna af og segir upp boðgreiðslunni. Viðkomandi reikningur á þá að birtast í netbanka fyrir næsta gjalddaga og þá getur þú skráð hann í netdreifingu.
Get ég sett kreditkortareikninginn minn inn á áætlun í netdreifingu?
Netdreifing er hugsuð til að jafna sveiflur vegna reglubundinna útgjalda. Kreditkortareikningar geta verið mjög sveiflukenndir og ófyrirsjáanlegir og því ekki hægt að setja þá í netdreifingu.
Hvað geri ég ef ég vil hætta í netdreifingu?
Þú getur alltaf hætt í netdreifingu með því að smella á takkann „Segja upp þjónustu“.
Er netdreifing fyrir fyrirtæki?
Nei, enn sem komið er netdreifing eingöngu fyrir einstaklinga.
Hvað gerist ef ég hætti í netdreifingu?
Greiðsluseðlarnir þínir greiðast ekki lengur sjálfkrafa og reglulegar millifærslur falla niður. Greiðsluseðlarnir verða áfram sýnilegir undir ógreiddar kröfur í netbanka. Innistæða netdreifingarreiknings er millifærð yfir á skuldfærslureikning. Ef netdreifingarreikningurinn er í mínus þarftu að leggja inn á hann fyrir skuldinni.
Get ég dregið uppsögn mína til baka?
Já, hægt er að draga uppsögn til baka ef ekki er búið að loka Netdreifingareikningi. Það þarf að gerast strax eftir að netdreifingu er sagt upp.
Ég þarf aðstoð við að setja upp þjónustuna. Hvert á ég að snúa mér?
Þjónustuver Arion banka aðstoðar og svarar spurningum þínum um netdreifingu. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 444-7000. Einnig getur þú sent tölvupóst á
greidsluthjonusta@arionbanki.is og það verður haft samband við þig.
Hver er helsti munurinn á netdreifingu og útgjaldadreifingu?
Viðskiptavinur stofnar útgjaldadreifingu í samvinnu við þjónusturáðgjafa. Þjónusturáðgjafi sér um skráningar og framlengir áætlun einu sinni á ári. Greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni. Hafa þarf samband við bankann ef óskað er eftir breytingum á áætlun. Netdreifingu setur viðskiptavinur upp sjálfur í sínum netbanka og er hún aðgengileg hvenær sem er sólarhringsins.
Ég er nú þegar viðskiptavinur í útgjaldadreifingu. Get ég haft hana áfram og líka verið í netdreifingu?
Ekki er mögulegt að vera með bæði með útgjaldadreifingu og netdreifingu í netbanka. Þegar viðskiptavinur stofnar netdreifingu er útgjaldadreifingu þar með sagt upp og útgjaldaliðir flytjast yfir.
Netbankinn biður mig um að setja inn áætlaða upphæð fyrir hvern útgjaldalið. Greiðist sú upphæð upp á krónu?
Nei, með því að bæta útgjaldalið inn í netdreifingu, t.d. tryggingum, hefur þú gert beingreiðslusamning við viðkomandi fyrirtæki. Þetta þýðir að allir þínir greiðsluseðlar frá viðkomandi fyrirtæki koma til með að greiðast, jafnvel þótt þeir séu ekki teknir fram í áætluninni eða rétt upphæð áætluð. Ef þú áætlar lægri upphæð en raunin verður getur það orðið til þess að ráðstöfunarupphæð netdreifingarreiknings dugi ekki fyrir útgjaldaliðum.