Greiðsluþjónusta

Viltu stjórna fjármálum þínum? Þá er Netdreifing eitthvað fyrir þig

Netdreifing er greiðsludreifing sem er aðgengileg í netbankanum. Þetta er gjaldfrjáls þjónusta þar sem þú getur jafnað útgjöldin í eina fasta upphæð á mánuði. Mögulegt er að hafa innborganir óreglulegar og hvenær sem er í mánuðinum, allt eftir því hvenær útborgunardagurinn þinn er.

Netdreifingu stjórnar þú alveg sjálf(ur) í þínum netbanka, hvar og hvenær sem er.

Kostir Netdreifingar
  • Ekkert gjald
  • Betri yfirsýn yfir fjármálin
  • Jafnar út sveiflur í útgjöldum
  • Mikill sveigjanleiki
  • Opin allan sólarhringinn í netbankanum
  • Greiðsluáætluninni má breyta hvenær sem er
  • Hægt að greiða inn á reikninginn hvenær sem er
  • Tilkynningar sendar ef reikningur greiðist ekki

Við breytingar getur þú jafnframt ákveðið hvort áætlun sé endurnýjuð til 12 mánaða eða breytingar gerðar á núverandi áætlun. Þannig eru endalausir möguleikar í Netdreifingu sem eru aðlagaðar að þörfum þínum hverju sinni.

Sjálfvirkar greiðslur 

Sjálfvirkar greiðslur(beingreiðsla) í appinu er góður kostur til að greiða reikningana sem koma reglulega. Einnig er hægt að greiðsludreifa kreditkortareikningum í appinu. 

Allt um Arion appið