Bankahólf
Í völdum útibúum Arion banka eru bankahólf sem viðskiptavinum bankans bjóðast til leigu en bankahólfin eru hugsuð til að tryggja öryggi verðmæta í eigu leigutaka. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau útibú sem bjóða slíka þjónustu.
Arion banki býður upp á þrjár stærðir bankahólfa:
- Stærð I - breidd 28 cm, hæð 7 cm, dýpt 45 cm.
- Stærð II - breidd 28 cm, hæð 12 cm, dýpt 45 cm.
- Stærð III - breidd 28 cm, hæð 30 cm, dýpt 45 cm.
Kostnaður vegna leigu á bankahólfi er samkvæmt verðskrá Arion banka hverju sinni.
Leigutaki þarf að bóka heimsókn á afgreiðslutíma útibúsins. Heimsóknargjald er samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.
Upplýsingar vegna lokunar bankahólfa í Borgartúni 18
Afgreiðslustaðir og stærðir
Bankanúmer |
Afgreiðslustaður |
Stærðir hólfa | Staða |
---|---|---|---|
307 | Blönduós | I, II | Fullbókað |
309 | Stykkishólmur | I, II, III | Fullbókað |
310 | Sauðárkrókur | I, II, III | Fullbókað |
317 | Vík | I, II, III | Fullbókað |
325 | Selfoss | I, II, III | Laus hólf |
326 | Borgarnes | I, II, III | Laus hólf |
348 | Fjallabyggð | I, II | Laus hólf |