Bankahólf

Í völdum útibúum Arion banka eru bankahólf sem viðskiptavinum bankans bjóðast til leigu en bankahólfin eru hugsuð til að tryggja öryggi verðmæta í eigu leigutaka. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau útibú sem bjóða slíka þjónustu.

Vinsamlega athugið að bankahólf eru eingöngu leigð til viðskiptavina Arion banka.  

Kostnaður vegna leigu á bankahólfi er samkvæmt verðskrá Arion banka hverju sinni.

Leigutaki þarf að bóka heimsókn á afgreiðslutíma útibúsins. Heimsóknargjald er samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

Flutningur bankahólfa úr Borgartúni 18

Í tengslum við flutning allrar starfsemi Arion banka úr Borgartúni 18 þurfum við að segja upp öllum leigusamningum um bankahólf staðsett þar. Eftir apríl 2021 verða öll bankahólf á höfuðborgarsvæðinu staðsett í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19.

Nánari upplýsingar um flutning bankahólfa úr Borgartúni 18 má finna hér neðar á síðunni.

Afgreiðslustaðir

Bankanúmer
Afgreiðslustaður
Staða
307 Blönduós  Fullbókað
310 Sauðárkrókur  Fullbókað
325 Selfoss  Laus hólf
326 Borgarnes  Fullbókað
348 Fjallabyggð  Laus hólf

Bankahólf í Borgartúni 19

Þeir viðskiptavinir sem óska eftir að leigja ný hólf í Borgartúni 19 sækja um með því að fylla út formið hér fyrir neðan og við munum hafa samband.

Athugið að takmarkaður fjöldi hólfa er í boði. 

Kostnaður við leigu á bankahólfi og heimsóknargjald er samkvæmt gildandi verðskrá Arion banka hverju sinni. 

Óska eftir bankahólfi

Vinsamlega athugið að verið er að vinna úr umsóknum en haft verður samband fljótlega við alla umsækjendur vegna bankahólfa.

Tæming á bankahólfi í Borgartúni 18

Vegna lokunar í Borgartúni 18 viljum við biðja viðskiptavini um að líta við hjá okkur til að tæma bankahólf sín fyrir mánudaginn 12. apríl 2021, en þann dag verður öllum bankahólfum í Borgartúni 18 lokað.

Athugið að þeir viðskiptavinir sem hyggjast sækja um nýtt bankahólf í höfuðstöðvum munu geta tæmt eldra bankahólfið og sett í það nýja samtímis.

Pantaðu fund hér og við hringjum til baka og finnum tíma sem hentar þér.

Panta fund