Bankahólf

Í völdum útibúum Arion banka eru bankahólf sem viðskiptavinum bankans bjóðast til leigu en bankahólfin eru hugsuð til að tryggja öryggi verðmæta í eigu leigutaka. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau útibú sem bjóða slíka þjónustu.

Arion banki býður upp á þrjár stærðir bankahólfa
  • Stærð I - breidd 28 cm, hæð 7 cm, dýpt 45 cm.
  • Stærð II - breidd 28 cm, hæð 12 cm, dýpt 45 cm.
  • Stærð III - breidd 28 cm, hæð 30 cm, dýpt 45 cm.

Kostnaður vegna leigu á bankahólfi er samkvæmt verðskrá Arion banka hverju sinni en viðskiptavinir í vildarþjónustu fá afslátt af leigunni.

Leigutaki getur heimsótt bankahólf sitt hvenær sem er á opnunartíma viðkomandi útibús. Heimsókn í bankahólf er gjaldfrjáls á milli kl. 9 og 11 alla virka daga en eftir þann tíma er heimsóknargjald samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni.

Bankahólf á höfuðborgarsvæðinu

Bankanúmer
Afgreiðslustaður
Stærðir hólfa
301 Borgartún 18
I, II, III

Bankahólf á landsbyggðinni

Bankanúmer
Afgreiðslustaður
Stærðir hólfa
302 Akureyri I, II
307 Blönduós I, II
308 Hella I, II, III
309 Stykkishólmur I, II, III
310 Sauðárkrókur I, II, III
317 Vík I, II, III
321 Grundarfjörður I, II, III
325 Selfoss I, II, III
326 Borgarnes I, II, III
347 Ólafsfjörður I, II
348 Siglufjörður I, II

Spurt og svarað

Af hverju er verið að færa bankahólfin?

Bankahólfin voru færð þar sem eftirspurn eftir bankahólfum í útibúum bankans er almennt að minnka og því samhliða sameinum við þau á einn stað.

Hvar er bankahólfið mitt núna?

Öll bankahólf á höfuðborgarsvæðinu eru staðsett í Borgartúni 18.

Verður bankahólfið mitt með sama númeri og fyrir flutning?

Engin breyting verður á númerum bankahólfa.

Var bankahólfið mitt opnað í flutningnum?

Bankahólfin voru ekki opnuð við flutninginn. Fyllsta öryggis var gætt meðan á flutningi stóð og voru bankahólf ekki opnuð.

Kemst ég alltaf í bankahólfið mitt?

Hægt er að heimsækja bankahólfin á opnunartíma útibúsins, frá 9-16 alla virka daga.

Breytist kostnaður við heimsókn í bankahólf?

Heimsókn í bankahólf á milli 9-11 er gjaldfrjáls, en gjald er tekið eftir klukkan 11 samkvæmt verðskrá.