Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Þegar greiðsluerfiðleikar koma upp þá er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum við það. 

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um það hvaða úrræði eru í boði, auk þess sem hægt er að óska eftir ráðgjöf. 

Allir geta lent í tímabundnum greiðsluerfiðleikum einhvern tímann á ævinni. Þegar slík staða kemur upp er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum áður en vandamálið verður óyfirstíganlegt. 

Dæmi um lausnir sem að gætu hentað fólki:

Aðrar mögulegar lausnir eru:

 • Greiðslustöðvun þar sem mánaðarlegar greiðslur af höfuðstól eru stöðvaðar og þú greiðir eingöngu vexti af höfuðstól. Þegar vandinn er úr sögunni hefst greiðsla höfustóls aftur. 
 • Sameining lána ef til staðar eru mörg lán hjá einum eða fleiri lánveitendum getur verið hagkvæmt að sameina þau í eitt lán á betri kjörum. 
 • Lækkun á greiðslum er tímabundin breyting á greiðslutilhögun íbúðarláns vegna tímabundins tekjumissis greiðanda. Breytingin á eingöngu við um fasteignaveðlán hjá bankanum, sem hvíla á eign í eigu umsækjanda og þar sem umsækjandi er með lögheimili.

Viðskiptavinir eru velkomnir til okkar í ráðgjöf. Saman förum við yfir fjármálin, metum stöðuna og ræðum leiðir til að leysa úr fjárhagsvanda hvort sem hann er til skemmri eða lengri tíma. 

Hafðu endilega samband, þú finnur okkur hér:

 

 

 

 

 

 

Óska eftir ráðgjöf

  

Gott að vita

Innheimtukostnaður og tilkynningar

 • Kostnaður frum- og milliinnheimtu er samkvæmt verðskrá bankans
 • Þegar greitt er á eindaga bætist enginn aukakostnaður við
 • Þegar greitt er eftir eindaga bætast við dráttarvextir og kostnaður
 • Ef eindagi er á laugardegi eða sunnudegi eru engir dráttarvextir teknir ef greitt er á mánudegi, en ef greitt er á þriðjudegi greiðast dráttarvextir fyrir laugardag, sunnudag og mánudag

Áhrif vanskila

 • Það er kostnaðarsamt að lenda í vanskilum og þurfa að greiða dráttarvexti og innheimtukostnað
 • Hægt er að koma í veg fyrir óþarfa kostnað með að bregðast við í tíma 
 • Vanskil hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat
 • Samkvæmt lögum um neytendalán er bönkum skylt að meta lánshæfi umsækjanda vegna útlána
 • Lánshæfismat getur haft áhrif á frekari fyrirgreiðslu
 • Ef vanskil vara í lengri tíma fer viðskiptavinur á vanskilaskrá sem getur valdið honum óþægindum
 • Lánshæfismat hefur áhrif á hversu mikla fyrirgreiðslu hægt er að fá í sjálfsafgreiðslu
 • Lánshæfismat hefur áhrif á þau lánakjör sem bjóðast. Því betra lánshæfismat, því betri kjör
 • Besta leiðin til að bæta lánshæfismat og koma í veg fyrir skráningu á vanskilaskrá er að greiða kröfur á gjalddaga og forðast vanskil

Þegar tímabundnir greiðsluerfiðleikar koma upp er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum eftir fremsta megni, metum stöðuna og ræðum leiðir til að leysa úr fjárhagsvandanum hvort sem hann er til skemmri eða lengri tíma. 

Viðskiptavinir eru velkomnir til okkar í ráðgjöf og er hægt að bóka tíma með því að fylla inn í beiðnaformið hér fyrir neðan.

 

 

 

  

Óska eftir ráðgjöf

Útibú *