Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Þegar greiðsluerfiðleikar koma upp þá er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum við það. 

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um það hvaða úrræði eru í boði, auk þess sem hægt er að óska eftir ráðgjöf. 

Gott að vita

Innheimtukostnaður og tilkynningar

 • Kostnaður frum- og milliinnheimtu er samkvæmt verðskrá bankans
 • Þegar greitt er á eindaga bætist enginn aukakostnaður við
 • Þegar greitt er eftir eindaga bætast við dráttarvextir og kostnaður
 • Ef eindagi er á laugardegi eða sunnudegi eru engir dráttarvextir teknir ef greitt er á mánudegi, en ef greitt er á þriðjudegi greiðast dráttarvextir fyrir laugardag, sunnudag og mánudag

Áhrif vanskila

 • Það er kostnaðarsamt að lenda í vanskilum og þurfa að greiða dráttarvexti og innheimtukostnað
 • Hægt er að koma í veg fyrir óþarfa kostnað með að bregðast við í tíma 
 • Vanskil hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat
 • Samkvæmt lögum um neytendalán er bönkum skylt að meta lánshæfi umsækjanda vegna útlána
 • Lánshæfismat getur haft áhrif á frekari fyrirgreiðslu
 • Ef vanskil vara í lengri tíma fer viðskiptavinur á vanskilaskrá sem getur valdið honum óþægindum
 • Lánshæfismat hefur áhrif á hversu mikla fyrirgreiðslu hægt er að fá í sjálfsafgreiðslu
 • Lánshæfismat hefur áhrif á þau lánakjör sem bjóðast. Því betra lánshæfismat, því betri kjör
 • Besta leiðin til að bæta lánshæfismat og koma í veg fyrir skráningu á vanskilaskrá er að greiða kröfur á gjalddaga og forðast vanskil