Réttarúrræði viðskiptavina

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem fjallar um ágreining viðskiptamanna við fjármálafyrirtæki.

Katrínartún 2
105 Reykjavík
Sími: 520 3888
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is

Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og skila eða senda í pósti til skrifstofu Fjármálaeftirlitsins til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Jafnframt má nálgast málsskotseyðublað á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins eða á skrifstofu þess. Nánari upplýsingar um nefndina, málskotsgjald, hverjir geta leitað til nefndarinnar o.fl. er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins.

Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta

Vakin er athygli á Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta sem starfar skv. lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Markmið laganna er að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja, sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf, lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laganna.

Sjá nánar viðeigandi lög/reglur og frekari upplýsingar um sjóðinn, útgreiðslur o.fl. á tryggingarsjodur.is.

Neytendaþjónusta

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja.

Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem veitir ýmsar upplýsingar um neytendamál.

Kvörtun til Persónuverndar

Hægt er að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd með því að senda erindið á Persónuvernd, Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík eða á postur@personuvernd.is. Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar.

Hafa samband við bankann

Viðskiptavinur sem er ósáttur við þjónustu eða afgreiðslu bankans ætti í fyrstu að snúa sér til útibússtjóra í sínu útibúi eða yfirmanns þess sviðs er annast hans mál. Vilji viðskiptavinur senda bankanum formlegt erindi eða kvörtun getur hann sent bankanum bréf eða skráð ábendingu í gegnum heimasíðu bankans. Kvartanir eru afgreiddar í samræmi við verklag bankans um meðhöndlun kvartana.

Hafa samband