Erlendar millifærslur - SWIFT

SWIFT er staðlað samskipta- og fyrirspurnakerfi sem þjónar bönkum um allan heim. SWIFT er öruggur máti til að senda greiðslur á milli landa og taka þær venjulega 2-5 daga frá sendingardegi greiðslu þar til hún berst inn á reikning viðtakanda.

SWIFT-fang Arion banka er: ESJAISRE

Erlendar greiðslur í netbanka – upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir

Það er einfalt að senda erlendar greiðslur í gegnum Netbankann. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir um viðtakanda eru:

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda (Götuheiti, póstnúmer, borg og land)
  • IBAN númer reiknings viðtakanda (Evrópa) eða reikningsnúmer viðtakanda (utan Evrópu)
  • SWIFT-fang (eða útibúanúmer) og nafn banka viðtakanda

SWIFT-fang bankanna eru 8 eða 11 stafir. Til dæmis er SWIFT-fang Deutsche Bank í Erlangen „DEUTDEMM763“ og SWIFT-fang Den Danske Bank í Kaupmannahöfn er „DABADKKK“.

Útibúanúmer banka geta verið mismunandi. Langflestir bankar nota SWIFT-fang en margir bandarískir bankar nota ABA/ROUTING/FEDWIRE númer sem eru jafnan 8 tölustafir. Oft eru þessu númer prentuð á vörureikning seljanda í tenglsum við upplýsingar um viðskiptabanka.

Arion banki sendir greiðslufyrirmæli til viðskiptabanka erlendis sem leggur greiðsluna inn á reikning viðtakanda, eða sendir greiðsluna áfram til viðskiptabanka viðtakanda.

Að öllu jöfnu berst greiðsla inn á reikning móttakanda eftir 2-3 daga

Í undantekningartilfellum getur tekið greiðsluna lengri tíma að berast móttakanda. Ýmsar ástæður geta verið fyrir töfum.

Allir bankar starfa í samræmi við gildandi lög og geta óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum um greiðslu.

Sem dæmi um ástæður fyrir töfum er ef greiðslur eru sendar til áhættusamra landa, ef grunur er um peningaþvætti eða eftirlit í bönkum erlendis óska eftir frekari gögnum og upplýsingum.

Hægt er að flýta greiðslunni um 1 dag gegn aukagjaldi.

ATH. Arion banki tekur ekki ábyrgð á töfum á greiðslum sem eru afgreiddar frá kerfum bankans.

Leiðbeiningarmyndbönd

Afgreiðslutími erlendra millifærslna í netbankanum

 Opnunartími erlendra viðskipta og millifærslna er eftirfarandi:

  • Opið frá kl. 9.15 - 16.00 virka daga ef tekið er út af reikningi í íslenskri mynt
  • Opið frá kl. 8.00 - 20.45 virka daga ef tekið er út af reikningi í erlendri mynt

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið

Hér má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið á íslensku, ensku og pólsku.

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið
Instructions international transactions
System przelewów zagranicznych