Erlendar millifærslur - SWIFT

SWIFT-fang Arion banka er: ESJAISRE

Erlendar greiðslur í netbanka – upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir

Þegar senda þarf erlenda greiðslu er það gert í gegnum netbankann. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir um viðtakanda eru eftirfarandi:

  • Fullt nafn viðtakanda
  • Heimilisfang viðtakanda
  • Viðskiptabanki - SWIFT-fang erlenda bankans eða erlent útibúanúmer hans
  • IBAN númer ef við á (evrópskt reikningsnúmer) / Reikningsnúmer
  • Skýring greiðslu (á ensku)

SWIFT banka eru 8 eða 11 stafir. Til dæmis er SWIFTDeutsche Bank í Erlangen „DEUTDEMM763“ og SWIFT Den Danske Bank í Kaupmannahöfn er „DABADKKKXXX“.

Útibúanúmer banka eru mismunandi eftir löndum. Breskir bankar nota SC (Sort Code) og sex tölustafi, þýskir bankar nota BLZ og átta stafa númer og bandarískir bankar nota ABA og níu tölustafi (stundum kallað FW eða ROUTING númer).

Arion banki sendir greiðslufyrirmæli til viðskiptabanka erlendis sem leggur greiðsluna inn á reikning viðtakanda, eða sendir greiðsluna áfram til viðskiptabanka viðtakanda.

Greiðslur berast eftir 2-5 daga

Meginreglan er sú að greiðslan berst inná reikning viðtakanda tveimur virkum dögum eftir að greiðslufyrirmæli eru send (value date).

Í undantekningar tilfellum getur það tekið greiðsluna allt að 5 virka daga að berast móttakanda. Hægt er að flýta greiðslunni um 1 dag gegn aukagjaldi.

Leiðbeiningarmyndbönd

Afgreiðslutími erlendra millifærslna í netbankanum

 Opnunartími erlendra viðskipta og millifærslna er eftirfarandi:

  • Opið frá kl. 9.15 - 16.00 virka daga ef tekið er út af reikningi í íslenskri mynt
  • Opið frá kl. 8.00 - 20.45 virka daga ef tekið er út af reikningi í erlendri mynt

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið

Hér má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið á íslensku, ensku og pólsku.

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið
Instructions international transactions
System przelewów zagranicznych