Hvernig kort má bjóða þér?

Kreditkort
Kreditkort eru ýmist fyrirframgreidd eða eftirágreidd og þeim geta fylgt ýmis fríðindi, öflugar ferðatryggingar og ýmsir afslættir.
Debetkort
Debetkort er hægt að nota á um 40 milljón viðtökustöðum um allan heim sem og í netviðskiptum.
Gjafakort
Gjafakort hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota Gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu innanlands og víða erlendis.
Tilkynna glatað kort
Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka.
Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu kortafyrirtækjanna.
Ef þú hefur glatað kreditkorti er gott að byrja á að frysta kortið í netbankanum eða Arion appinu. Þegar þú hefur leitað af þér allan grun getur þú haft samband til að láta loka kortinu varanlega.
444 7000 - Arion banki
Afgreiðslutími þjónustuvers er frá kl. 9-16 virka daga.
525 2000 - Valitor
Neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka.
Athugasemd við kortafærslu
Ef þú þarft að gera athugasemd við kortafærslu þá bendum við þér á að reyna að leysa málið fyrst með söluaðila. Ef það gengur ekki þá aðstoðum við þig með endurkröfuferlið.
+ Ég kannast ekki við færslu á kortinu mínu
Ef færsla er á kortinu þínu sem þú kannast ekki við, eða telur jafnvel að sé sviksamleg þá aðstoðum við þig við að gera endurkröfu á færsluna.
- Mikilvægt er að loka eða frysta kortið sem fyrst til að forðast að frekari færslur komi á kortareikninginn.
- Í kjölfarið getur þú gert endurkröfu á færsluna með því að senda inn útfyllt og undirritað endurkröfueyðublað.
- Mikilvægt er að láta allar viðeigandi upplýsingar og fylgigögn fylgja með endurkröfubeiðninni ef slíkt er til staðar.
+ Ég pantaði vöru/þjónustu sem ég hef ekki móttekið
Ef vara eða þjónusta sem þú greiddir fyrir með korti er ekki móttekin þá þarft þú að byrja á að reyna að leysa málið með því að setja þig í samband við söluaðila. Ef það er árangurslaust þá aðstoðum við þig við að gera endurkröfu á færsluna.
- Ekki er hægt að hefja endurkröfuferli nema korthafi hafi fyrst reynt að leysa málið sjálfur beint við söluaðila
- Eftirfarandi upplýsingum/gögnum þarf að skila inn til að hægt sé að framkvæma endurkröfu:
- Útfyllt og undirritað endurkröfueyðublað.
- Upplýsingar um að reynt hafi verið að leysa málið við söluaðila og afrit af samskiptum við söluaðila ef við á.
- Afrit af bókun/pöntun eða aðrar upplýsingar þar sem fram kemur hvað var bókað og hvenær áætlaður afhendingar dagur vöru/þjónustu var.
- Staðfestingu á að vara eða þjónusta var ekki móttekin.
Athugið að endurkröfuferlið tekur að jafnaði 5 – 10 vikur frá því að öll gögn berast. Tímalengd ræðst af eðli máls, en getur dregist lengur ef söluaðili mótmælir endurkröfubeiðni og þeim gögnum sem er framvísað með henni.
Undirritun eyðublaðs með rafrænum skilríkjum
Ef þú ert með rafræn skilríki og vilt undirrita endurkröfueyðublaðið rafrænt þá getur þú sent það útfyllt en óundirritað á arionbanki@arionbanki.is og við sendum þér það í kjölfarið til baka til rafrænnar undirritunar.
Athugið að ekki er hægt að hefja endurkröfuferli fyrr en Arion banki hefur móttekið undirritað eyðublað og viðeigandi fylgigögn.