Premía kreditkort

Ferðatryggingar
Vildarpunktar per 1000 kr.12 punktar af innlendri og erlendri verslun
Árgjald46.900 kr. (Tengigjald við Saga Club innifalið)
Árgjald aukakortsAukakort ekki í boði
Fæst fyrirframgreitt Nei
Borga með símanum
Tryggingarskilmálar Varðar

Kortið er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini í Premía þjónustu bankans og hentar einkar vel þeim sem kjósa fríðindi, ferðast mikið og vilja safna vildarpunktum af bæði innlendri og erlendri veltu.

Kortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar og ýmis ferðafríðindi s.s. aðgangur að Saga Lounge, flýtiinnritun á Keflavíkurflugvelli þegar flogið er með Icelandair. Auk þess býðst Premíu korthöfum sérkjör á geymslu á bíl hjá Lagningu á Keflavíkurflugvelli og fría heimsókn í hverjum mánuði í Betri stofu World Class ásamt gesti.

Hámarksbætur má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Nánar um fríðindi kortsins
Nánar um Premíu þjónustu

Ferðatryggingar - hámarksbætur

Dánarbætur v/ slyss14.000.000 kr.
Örorkubætur v/ slyss14.000.000 kr.
Sjúkratrygging20.000.000 kr.*
Ferðarof300.000 kr.
Samfylgd í neyð300.000 kr.
Endurgreiðsla ferðar750.000 kr.
Sjúkrahússdagpeningar144.000 kr.
Farangurstrygging1.000.000 kr.*
Innkaupatrygging750.000 kr.*
Farangurstöf80.000 kr.
Ferðatöf40.000 kr.
Tafir á leið að flugvelli120.000 kr.**
Tafir vegna yfirbókunar40.000 kr.
Innkaupakaskó600.000 kr.*
Mannránstrygging720.000 kr.
Forfallatrygging750.000 kr.*
Ábyrgðartrygging40.000.000 kr.*
Kaskótrygging vegna bílaleigubílsUSD 50.000**
Viðbótarábyrgðartrygging vegna bílaleigubílsUSD 1.000.000
Gildir í allt að180 daga
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

* Sjálfsábyrgð 15.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum
** Sjálfsábyrgð 25.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum

Helstu fríðindi

 • Bestu ferðatryggingar sem við bjóðum á kreditkortum.
 • Víðtækar bílaleigutryggingar.
 • 12 Vildarpunktar Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. veltu af allri verslun innanlands sem erlendis.
 • Kortinu fylgir ein heimsókn í mánuði ásamt gesti í eina af betri stofum World Class gegn framvísun kortsins.
 • 5.000 Vildarpunktar Icelandair við greiðslu árgjalds auk 6.000 Fríðindastiga Icelandair.
 • Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.
 • Punktagjöf 50.000 Vildarpunktar að uppfylltum skilyrðum.1
 • Korthafar greiða ekkert tengigjald til að tengjast Icelandair Saga Club.
 • Gjaldfrjáls aðgangur að Saga Lounge í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir handhafa Premía gegn framvísun kortsins þegar flogið er með áætlunarflugi og leiguflugi Icelandair.2
 • Handhafi Premíu kreditkorts má bjóða einum gesti með sér í Saga Lounge gegn greiðslu gjalds á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði og gjald á vefsíðu Icelandair.3
 • Aðgangur að völdum betri stofum erlendis með Priority Pass appinu gegn vægu gjaldi samkvæmt verðskrá.
 • Aðgangur að bókunum í gegnum Visa Luxury hotels collection sem veitir bestu mögulegu verð á yfir 900 lúxus hótelum auk annarra fríðinda.
 • Aðgangur að Visa Bidroom þar sem korthöfum býðst að bóka hótel víða um heim. Á Visa Bidroom bjóðast oft góð kjör, t.d. í formi uppfærslu, auka fríðinda eða þjónustu. Sláðu inn kortanúmerið þitt á heimasíðu Bidroom og stofnaðu aðgang.4
 • 25% afsláttur hjá Lagningu Keflavíkurflugvelli af geymslugjaldi og grunngjaldi bílastæðaþjónustu og af þrifum á bíl.
 • 10% afsláttur af veitingum á The Reykjavík Edition gegn framvísun Premía kredit- og debetkorts. Afslátturinn gildir á The ROOF, Tölt5, Lobby Bar, Tides6 og Tides café.

1) Ársvelta yfir 2.500.000 í erlendri mynt. Með veltu er átt við notkun kortsins hjá söluaðilum og með erlendri mynt er átt við viðskipti þegar greitt er í erlendi mynt hjá söluaðila. Ársvelta miðast við 27. desember til 26. desember næsta árs. Velta reiknast á kortareikning.
Í janúar ár hvert fær korthafi sem uppfyllir ofangreind veltuskilyrði, er með opið kort í ársbyrjun og hefur greitt fullt árgjald kortsins vegna síðasta árs, Punktagjöf, 50.000 Vildarpunkta, sem lagðir eru inn á Icelandair Saga Club reikning korthafa.

2) Framvísa þarf kreditkortinu í afgreiðslu Saga Lounge eða framvísa mynd af kortinu með nafni korthafa í Arion appinu. Ekki er nægjanlegt að sýna kreditkortið í Apple Wallet eða Google Wallet.

3) Gildir ekki á fimmtudögum.

4) Ekkert er gjaldfært af kortinu, aðeins verið að kanna hvort kortið þitt uppfylli skilyrði fyrir fríðindum. Aðeins er hægt að slá hvert kortanúmer inn einu sinni.

5) Með því að framvísa Premía kortinu fær korthafi aðgang að Tölt ásamt gestum.

6) Afslátturinn gildir ekki af Tides Counter upplifun.

Tilboð

Hertz er ein stærsta bílaleiga heims með yfir 8.500 þjónustustaði í 147 löndum. Aðild að vildarklúbbi Hertz gefur þér sérkjör og önnur fríðindi á öllum söluskrifstofum Hertz, einnig á Íslandi. Þetta eru fríðindi sem Premía korthafar njóta með því að skrá sig í fríðindaklúbbinn gegnum sérstaka síðu.

Meðal fríðinda sem viðskiptavinir njóta sem aðildarfélagar:

 • Sérstök afsláttarkjör
 • Hraðvirkari bókunarþjónusta
 • Flýtiafgreiðsla á yfir 45 af annasömustu flugvöllum í heimi
 • Möguleiki á að skila bifreið í gegnum Hertz Instant Return

Svona sækir þú um aðild:

 • Skráðu þig í gegnum Hertz Club Plus Rewards hér
 • Á umsóknarsíðunni er búið að fylla út CDP númer fyrir Premía korthafa
 • Viðskiptavinir þurfa að skrá bæði ökuskírteinið sitt, netfang og kortanúmer Premía kortsins

Þegar aðildarskráningu hefur verið lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti frá Hertz með sérstöku aðildarnúmeri sem gerir þér kleift að njóta fríðindanna strax við pöntun á bíl gegnum vefsíður Hertz. Einnig er hægt að prenta út aðildarnúmerið og framvísa því á skrifstofum Hertz þegar bókað er í gegnum þær.