Öryggismál

Lykilorð og netbanki/app

 • Gefðu aldrei upp lykilorð netbankans þíns í síma eða tölvupósti. 
 • Ekki skrá lykilorðið þitt inn á öðrum vefsíðum en sjálfum netbankanum (https://netbanki.arionbanki.is/).
 • Notaðu flókin lykilorð með hástöfum, lágstöfum, tölum og táknum.
 • Forðastu að fara inn á netbankann í almenningstölvum.
 • Ekki láta neinum í té öryggisupplýsingar svo sem reikningsnúmer, merki reiknings, PIN-númer eða öryggiskóða.
 • Ef það birtast óvenjulegir sprettigluggar (e. pop-up) eða ef tölvan er óvenju hægvirk mælum við með að þú látir fagaðila skoða hvort tölvan er smituð af spilliforriti.“
 • Tilkynntu óvenjulegar færslur í netbanka eða appi strax til bankans.

Tölvupóstur frá Arion banka

 • Við biðjum þig aldrei að svara til að staðfesta persónulegar eða öryggistengdar upplýsingar.
 • Við biðjum þig aldrei um að gefa upp upplýsingar á borð við vegabréfsnúmer, kreditkortanúmer, CVV/CVC kóða eða gildistíma.

Örugg bankaviðskipti með snjalltæki

 • Ekki geyma netbanka notandanafn, lykilorð eða merki reiknings í snjalltækinu.
 • Ekki gera breytingar á snjalltækinu þínu sem gæti veikt varnir þess, t.d. með að setja upp ósamþykktar breytingar á stýrikerfi framleiðanda.
 • Forðastu að deila tækjum með öðrum og notaðu eigin snjalltæki til að skrá þig inn í netbanka eða appi.
 • Ekki láta snjalltækið frá þér meðan þú ertu skráður inn í netbankann eða appið.
 • Gættu þess að skrá þig út úr netbankanum eða loka appinu þegar þú ert ekki lengur að nota það.
 • Þegar snjalltæki er selt eða tekið úr notkun ætti að hreinsa öll gögn út af því skv. leiðbeiningum framleiðanda.
 • Ekki eiga bankaviðskipti yfir þráðlaus net sem eru á almenningssvæðum, t.d. á opnum svæðum hótela og kaffihúsa.
 • Notaðu eingöngu þráðlaus net sem eru varin með WPA (Wi-Fi Protected Access)
 • Notaðu vafra sem fylgir með snjalltækinu eða vafra frá viðurkenndum framleiðanda sem sótt er úr verslun snjalltækja framleiðanda, t.d. Apple store.
 • Ekki setja upp forrit í snjalltæki nema það komi úr verslun snjalltækja framleiðanda og kynntu þér aðgangsheimildir sem forritið biður um áður en þú setur það upp.
 • Uppfærðu reglulega hugbúnað snjalltækisins, bæði stýrikerfi og öpp, sérstaklega öryggisuppfærslur.

Farðu varlega í símtölum

Ef þú færð grunsamleg símtöl frá aðila sem segist vinna hjá bankanum þínum getur þú t.d. gert eftirfarandi:

 • Skrifaðu niður eða vistaðu númerið sem hringt er úr, ef það sést.
 • Biddu þann sem hringir að gera grein fyrir sér og starfi sínu áður en lengra er haldið. Til dæmis má spyrja hjá hvaða deild viðkomandi vinni og hvert skrifstofunúmerið hjá honum sé.
 • Spyrðu viðkomandi hvernig hann hafi fengið símanúmerið og hvaðan hann hafi upplýsingar um reikninga þína.
 • Biddu þann sem hringir að hringja aftur ef hljóðgæði eru lítil.
 • Aldrei láta þann sem hringir í té persónuupplýsingar, svo sem notandanafn, lykilorð eða merki reikninga.
 • Ekki hika við að skella á ef símtalið leggst illa í þig.
 • Vinsamlegast tilkynntu bankanum um allar slíkar upphringingar, t.d. með tölvupósti til oryggisstjori@arionbanki.is.