NCI auðkenni

Allir einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn til bankans NCI auðkenni til að eiga viðskipti með skráð verðbréf frá 3. janúar 2018.

Hvað er NCI auðkenni?

NCI stendur fyrir National Client Identifier og er alþjóðlegt auðkenni fyrir einstaklinga sem fjármálafyrirtæki nota í skýrsluskilum til eftirlitsaðila. NCI auðkenni eru mismunandi milli ríkja og eru m.a. byggð á kennitölu, skattakennitölu, vegabréfsnúmeri eða svokölluðum CONCAT kóða.

Hverjir þurfa að skila inn NCI auðkenni?

Allir einstaklingar með erlent ríkisfang þurfa að skila inn NCI auðkenni til að eiga viðskipti með skráð verðbréf og fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað. Einstaklingar með annað ríkisfang en íslenskt eða tvöfalt ríkisfang þurfa jafnframt að skila inn NCI auðkenni og er þá gefið upp auðkenni vegna þess ríkis sem er framar á NCI listanum.

Þeir einstaklingar sem eru eingöngu með íslenskt ríkisfang þurfa ekki að skila inn NCI auðkenni.

Hvernig finn ég NCI auðkennið mitt?

Á NCI listanum má sjá hvaða auðkennis er krafist eftir mismunandi ríkjum. Í flestum tilfellum er krafist kennitölu eða vegabréfsnúmers en í mörgum tilfellum CONCAT kóða.

CONCAT kóði er samsettur úr eftirfarandi:

  • Landskóði – tveggja stafa ISO kóði
  • Fæðingardagur – á forminu YYYYMMDD (ár - mánuður – dagur)
  • Eiginnafn – fyrstu fimm stafirnir (notast við # ef nær ekki fimm stöfum)
  • Eftirnafn – fyrstu fimm stafirnir (notast við # ef nær ekki fimm stöfum)

Sem dæmi væri Hans Maier, sem er þýskur ríkisborgari fæddur 23. júní 1965, með CONCAT kóðann DE19650623HANS#MAIER.

NCI auðkennið, ásamt nafni, íslenskri kennitölu og ríkisfangi skal tilkynna Arion banka á netfangið verdbref@arionbanki.is.