Leigjendalausnir

Leiguskjól - Losaðu tryggingaféð strax í dag

Ef þú ert með tryggingafé bundið á bók vegna bankaábyrgðar eða á reikningi leigusala getur þú skipt því út að hluta fyrir ábyrgð frá Leiguskjóli.

Viðskiptavinir geta sótt um húsaleiguábyrgð Arion banka rafrænt í gegnum Leiguskjól sem er dótturfélag bankans. Hjá Leiguskjól greiðir viðskiptavinur lága mánaðargreiðslur fyrir ábyrgðina ásamt 20% handveði í byrjun. Leiguskjól getur því aukið ráðstöfunarfé leigjenda umtalsvert með því að veita ábyrgð í stað þess að binda peningana inni á bók að öllu leyti.

Dæmi

Viðskiptavinur þarf 500 þúsund króna ábyrgð:

a) Í banka þarf að borga 20 þúsund krónur fyrir ábyrgðina og leggja 500 þúsund krónur inn á handveðsettan reikning.

b) Hjá Leiguskjóli þarf að borga 100 þúsund krónur inn á handveðsettan reikning og gjald sem hægt er að dreifa með mánaðarlegum afborgunum. Viðskiptavinur hefur því 400 þúsund krónum meira til ráðstöfunar við upphaf leigutíma.

Kíktu á leiguskjol.is og kláraðu málið

Húsaleiguábyrgð

Húsaleiguábyrgð er trygging til leigusala fyrir leigugreiðslum og almennt einnig á skaðabótum vegna skemmda á hinu leigða. Með því að sækja um húsaleiguábyrgð til handa leigusala getur leigjandi komist hjá því að afhenda tryggingafé beint inn á reikning leigusala, eða láta af hendi víxil.

Húsaleiguábyrgð er innlend ábyrgð sem sótt er um með því að fylla út eyðublaðið „Umsókn um húsaleiguábyrgð" sem er að finna hér.

Umsækjandi/leigjandi skilar undirritaðri umsókn í útibú bankans ásamt afriti húsaleigusamnings. Húsaleigusamningur má vera óundirritaður, en ef til kröfu kemur þarf afrit af undirrituðum samningi að fylgja kröfu.

Einungis leigjandi eða skráður maki leigjanda á leigusamningi getur sótt um húsaleiguábyrgð. Ef að aðili sem um ræðir kemst ekki sjálfur getur hann útbúið umboð til undirritunar fyrir þriðja aðila.

Til athugunar

Ef húsaleigusamningur er ótímabundinn þarf útibúið að ákveða gildistíma ábyrgðar í samráði við umsækjanda, algengast er að húsaleiguábyrgðir gildi í um eitt ár í senn og sótt sé um framlengingu þegar líður að lokum gildistíma, ef þurfa þykir.

Allar húsaleiguábyrgðir verða að hafa ákveðinn lokagildistíma. Ef í samningi er kveðið á um það að ábyrgðin eigi að tryggja skaðabætur vegna skemmda er ábyrgðin útbúin í samræmi við það. (oft er vísað í VII kafla húsaleigulaga „Greiðsla húsaleigu, Tryggingar“ í tryggingalið samnings, en hann tekur til skaðabóta vegna skemmda).

Mælt er með því að venjulegar húsaleiguábyrgðir gildi a.m.k. 15 dögum lengur en leigutími. Þetta er m.a. nauðsynlegt til að leigusali hafi ráðrúm til að láta gera úttekt á íbúðinni vegna mögulegra skemmda.

Athugið að þegar um er að ræða húsaleiguábyrgðir námsmanna þá gildir ábyrgð til handa Byggingafélagi námsmanna í mánuð umfram leigutíma en ábyrgð til handa Háskólagörðum í tvo mánuði umfram leigutíma.

Algengast er að húsaleiguábyrgðir séu tryggðar með veði í innistæðu og þá þarf að útbúa handveðssamning. Komi ekki til kröfu undir ábyrgðinni innan gildistíma ábyrgðar fellur hún niður og losa má um tryggingar. Ef um einstaklinga er að ræða er óheimilt er að veita sjálfsskuldarábyrgð þriðja aðila eða handveð á reikning þriðja aðila skv. vinnureglum bankans.

Forsendur kröfu undir hefðbundinni húsaleiguábyrgð með skaðabótaákvæði

Greiðslur verða inntar af hendi gegn skriflegri kröfu ábyrgðarhafa og yfirlýsingu um vanefndir leigutaka. Greiðsla vegna skaðabóta verður aðeins innt af hendi gegn úttekt úttektaraðila sem Arion banki hf., og ábyrgðarhafi samþykkja og að skaðabóta sé krafist innan gildistíma ábyrgðar. Ábyrgðarfjárhæðin lækkar sem greiddum kröfum nemur.

Enn fremur skal í öllum tilfellum leggja fram afrit undirritaðs leigusamnings milli leigusala og viðkomandi leigutaka, ásamt frumriti ábyrgðaryfirlýsingar og yfirliti yfir ógreidda reikninga, komi til þess að leigusali krefji bankann um greiðslu skv. ábyrgðaryfirlýsingu.

Kostnaður vegna húsaleiguábyrgða