Leigjendalausnir

Leiguskjól - ný lausn fyrir leigumarkað

Arion banki gefur nú út húsaleiguábyrgðir í samstarfi við Leiguskjól sem er dótturfélag bankans. Hjá Leiguskjóli greiðir viðskiptavinur lágar mánaðargreiðslur fyrir ábyrgðina ásamt 20% handveði í byrjun. Leiguskjól getur því aukið ráðstöfunarfé leigjenda umtalsvert með því að veita ábyrgð í stað þess að binda peningana inni á bók að öllu leyti.

Hægt er að sækja um húsaleiguábyrgð og kanna þína heimild inn á leiguskjol.is. Einnig skal beina öllum fyrirspurnum beint til félagsins.