Greiðslumat á nokkrum mínútum

Við bjóðum einfalda og hraðvirka þjónustu þegar kemur að greiðslumati. Greiðslumatið er rafrænt og tekur aðeins örfáar mínútur. Til að reikna út greiðslugetu þína sækjum við m.a. upplýsingar um launatekjur, eignir og skuldir. Það eina sem þú þarft til að hefja ferlið eru rafræn skilríki.

Gott að vita

  • Eftir að greiðslugeta er ljós er strax hægt að halda áfram og sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa eða endurfjármögnunar
  • Á meðan þú átt virkt greiðslumat getur þú farið inn í það síðar og sótt um íbúðalán vegna fasteignakaupa eða endurfjármögnunar
  • Kostnaður við greiðslumat er kr. 6.495 fyrir einstakling og kr. 9.995 fyrir hjón
  • Kostnað við greiðslumat þarf að greiða þó að verði ekki af lánveitingu
  • Ef greiðslumat er framkvæmt vegna lánveitingar hjá öðrum en Arion banka, Frjálsa lífeyrissjóðnum eða EFÍA þá þarf að fara í útibú og fá undirritað greiðslumat hjá ráðgjafa og greiða fyrir það samkvæmt verðskrá bankans
  • Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga í staðfestri sambúð sem hyggjast kaupa fasteign í sameiningu
  • Ekki er öruggt að allir lánveitendur samþykki greiðslumat frá Arion banka
Þú getur einnig byrjað á því að kanna mögulega greiðslugetu, það er ekki eins nákvæmt og greiðslumat en gefur góða mynd af stöðunni og er gjaldfrjálst.
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að klára greiðslumatið á netinu.Fullgilt greiðslumat

Til að geta valið eign við hæfi er mikilvægt að þekkja eigin greiðslugetu. Greiðslumatið okkar segir til um greiðslugetu þína og tekur aðeins örfáar mínútur.

Hefja greiðslumat
Opna gilda umsókn um greiðslumatÁætla greiðslugetu

Þú getur áætlað þína greiðslugetu með því að slá inn helstu upplýsingar í reiknivélina okkar. Niðurstaðan getur gefið þér vísbendingu um niðurstöðu fullgilds greiðslumats.

Opna reiknivél

Gildistími greiðslumats

Greiðslumatið gildir í 6 mánuði. Þú getur opnað greiðslumatið hvenær sem er á meðan það er í gildi. 

Greiðslumatið lokast um leið og lánveiting er samþykkt eða hafnað.

Opna greiðslumat í gildi

Rafræn skilríki

Til að hefja greiðslumat þarft þú að vera með rafræn skilríki á farsíma.

Nánar um rafræn skilríki

Spurt og svarað