Skyldulífeyrissparnaður

Allir starfandi einstaklingar á aldrinum 16-70 ára greiða a.m.k. 12% af launum fyrir skatt í lífeyrissjóð, framlag launþega er 4% og mótframlag launagreiðenda er 8% skv. lögum. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða hvort tveggja.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir þig

Þú getur valið þér lífeyrissjóð svo framarlega sem kjara- eða ráðningarsamningar sem þú ert aðili að kveða ekki á um annað. Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa frjálst val um lífeyrissjóð.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn sameinar kosti erfanlegrar séreignar og sameignar og er góður kostur fyrir þá sem hafa val um lífeyrissjóð.

Frjálsi er mest verðlaunaði Íslenski lífeyrissjóðurinn, en hann hefur unnið til 11 verðlauna frá árinu 2005 í samkeppni fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE).

Sækja um Frjálsa   

Nánar á frjalsi.is 
Opna mínar síður Frjálsa
Launagreiðendur 

Kostir Frjálsa lífeyrissjóðsins

Erfanleiki 

Í Frjálsa býðst sjóðfélögum að ráðstafa að hámarki 72% af skyldulífeyrissparnaði í erfanlega séreign. Enginn annar Íslenskur lífeyrissjóður býður upp á jafn mikinn erfanleika.

Opinn öllum

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er opinn öllum, bæði fyrir skylduiðgjald og viðbótarlífeyrissparnað.

Lífeyrissjóðslán

Sjóðfélagar geta sótt um hagstæð lán til allt að 40 ára.

Meiri áunnin réttindi

Almennt vinnur þú þér hlutfallslega inn meiri réttindi í Frjálsa lífeyrissjóðnum en í lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði.

Margverðlaunaður sjóður

Frjálsi hefur unnið til 11 verðlauna frá árinu 2005 í samkeppni IPE. Sjóðurinn hefur þrisvar sinnum verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópuþjóða með færri en milljón íbúa.

Sjóðfélagalýðræði

Stjórn Frjálsa er aðeins skipuð sjóðfélögum og allir stjórnarmenn eru kosnir af sjóðfélögum á ársfundi sjóðsins.

Innheimtuþjónusta iðgjalda

Skilvirk innheimta sem minnkar líkur á að lífeyrisréttindi tapist.

Sveigjanleiki í útgreiðslum

Útgreiðsla á frjálsri séreign getur hafist strax eftir 60 ára aldur, allt eftir því hvað hentar þér.

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

Ólíkar leiðir með mismikilli áhættu mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu.

Sérfræðingar sjá um sparnaðinn

Sérfræðingar í Eignastýringu Arion banka sjá um að ávaxta fjármuni á sem hagkvæmastan hátt.

Aðrir lífeyrissjóðir í rekstri Arion banka

L.S.B.Í.
EFIA 
Lífeyrissjóður Rangæinga 

Vantar þig aðstoð?

Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is

Lífeyrisráðgjafar taka á móti sjóðfélögum og launagreiðendum í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík og í gegnum fjarfundi úr útibúum bankans á landsbyggðinni og Kringlunni. Mælt er með því að bóka fundi fyrirfram.

Við erum með opið frá kl. 9-16 alla virka daga, sendu okkur línu og við höfum samband.