LSBÍ


 

Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. hét áður Eftirlaunasjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands. Þegar Búnaðarbanka Íslands var breytt í hlutafélag 1. janúar 1998 fékk sjóðurinn nafnið Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. Stærð sjóðsins er um 22 milljarðar króna og eru sjóðfélagar rúmlega 530 talsins.

Hátt mótframlag launagreiðanda

Við breytinguna var ríkisábyrgð afnumin og bankinn borgaði í sjóðinn þá fjárhæð sem á þeim tíma þótti nægja til að standa undir framtíðarskuldbindingum hans. Í dag greiðir sjóðfélagi mánaðarlega 4% iðgjald af launum en launagreiðandi 14,4%.

Lokaður sjóður

Sjóðurinn er hlutfallssjóður, þar sem réttindaávinningur er 2,125% fyrir hvert ár í 100% starfi. Við breytinguna 1. janúar 1998 áttu sjóðfélagar kost á því að velja á milli þess að vera áfram í hlutfallssjóðnum eða að flytja réttindin í stigasjóð og séreignarsjóð. Eftir það val var sjóðnum lokað og því hafa nýjir sjóðfélagar ekki bæst í sjóðinn frá þeim tíma.

Við þjónustum þig

Í Lífeyrisþjónustu Arion banka starfar öflugur hópur sérfræðinga sem er reiðubúinn til að aðstoða þig með lífeyrismál þín. Hafir þú einhverjar spurningar, hikaðu þá ekki við að hafa samband við Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000. Móttaka og þjónusta við sjóðfélaga er í Aðalútibúi Arion banka, Borgartúni 18, 105 Reykjavík, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið lifeyristhjonusta@arionbanki.is. Opið frá kl. 9-16.

Útgreiðsludagar og afgreiðslutími vegna lífeyris

Útgreiðsla lífeyris fer fram fyrsta dag mánaðar. Afgreiðsla makalífeyris getur tekið allt að 8 vikur og örorkulífeyris allt að 12 vikur. Barnalífeyrir er greiddur út samhliða örorku- og makalífeyri eftir því sem við á. Afgreiðsla ellilífeyris getur tekið allt að 8 vikur.

Stjórn, framkvæmdastjóri og endurskoðendur sjóðsins

Stjórn sjóðsins skipa Jóhannes Þór Ingvarsson formaður, Tryggvi E. Geirsson og Lára Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri er Snædís Ögn Flosadóttir og endurskoðendur sjóðsins eru Íslenskir endurskoðendur ehf.

Stjórnarmenn LSBÍ

 

Formaður

Jóhannes Þór Ingvarsson
 • Próf frá Samvinnuskólanum að Bifröst 1973
 • Fyrst kosinn i núverandi stjórn á ársfundi 2010
 • Sat í stjórn LSBÍ allt frá árinu 1992
 • Sérfræðingur í bókhaldi og ráðgjöf hjá Virtus

Stjórnarmaður

Brynja Þorbjörnsdóttir
 • Viðskiptafræðingur MBA og löggiltur verðbréfamiðlari
 • Kosin varamaður í stjórn á ársfundi 2016 og kom inn sem aðalmaður haustið 2018 í fjarveru Láru Jóhannsdóttur
 • Rekur eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu
 • Situr í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
 • Stjórnarmaður í Heilbrigðisnefnd Vesturlands
 • Prófdómari í vottun fjármálaráðgjafa hjá Háskólanum í Reykjavík

Stjórnarmaður

Lára Jóhannsdóttir
 • Doktor í viðskiptafræði
 • Skipuð fyrst af Arion banka árið 2011
 • Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
 • Eigandi Alvör ráðgjafar ehf., sprotafyrirtækis á sviði umhverfisráðgjafar

Stjórnarmaður

Tryggvi E. Geirsson
 • Löggiltur endurskoðandi
 • Fyrst kosinn í stjórn árið 2011
 • Eigandi og framkvæmdastjóri TEG endurskoðun ehf.
 • Stjórnarformaður og einn af eigendum fyrirtækisins Fornusandar ehf.
 • Stjórnarformaður Stjörnublikk ehf.

Með rafrænum skilríkjum getur þú skráð þig inn á Mínar síður og fyllt umsókn um ellilífeyri út rafrænt.

 Umsókn um skiptingu ellilífeyrisréttinda má nálgast hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Sjóðfélagar í LSBÍ eiga kost á lífeyrissjóðsláni úr sjóðnum, hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins. Hægt er að leita upplýsinga hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á lifeyristhjonusta@arionbanki.is.

 • Hámarksfjárhæð 10.000.000 kr.
 • Lágmarksfjárhæð 1.000.000 kr. á nýju láni
 • Lánstími allt að 30 ár
 • Lántökugjald 45.000 kr. vegna nýrra lána
 • Uppgreiðslugjald er 0 kr.
 • Breytilegir verðtryggðir vextir, nú 3,50%
 • Vaxtaálag 1%, ef lánþegi er ekki sjóðfélagi
 • Ekki er gerð krafa um 1. veðrétt
 • Íbúðarhúsnæði er skilyrði
 • Lánsveð er ekki heimilt
 • Veðhlutfall má ekki fara fram úr 65% af markaðsvirði og ekki hærra en 100% af brunabótamati

Nánari upplýsingar er að finna í lánareglum sjóðsins undir flipanum „Upplýsingaefni“ hér til vinstri.
Lánsumsókn er að finna undir flipanum „Eyðublöð“ hér til vinstri.