Rekstrarlán


Yfirdráttarlán

Yfirdráttarlán er algengasta form skammtímafjármögnunar og hentar vel þegar tímabundin fjárþörf er í rekstri fyrirtækja. Samið er um yfirdráttarheimildir til eins árs í senn eða skemur.

Yfirdráttarlán er veitt á reikningi viðskiptavinar sem dregur á heimildina eftir þörfum. 

Ádráttarlán

Ádráttarlán eða verkefnafjármögnun er lán til fyrirtækja á meðan á verki eða verkefni stendur. Samið er um fjárhæð láns og lánstíma í upphafi lántöku. Lánsfjárhæð hækkar samkvæmt beiðni lántaka og í takti við aukið virði og framvindu verks. Í stærri verkefnum er gjarnan gerð sú krafa að mat á kostnaðarvirði verks sé metið af utanaðkomandi fagaðila.

Framkvæmdafjármögnun

Framkvæmdafjármögnun er lán til fyrirtækja á meðan á byggingaframkvæmdum stendur. Lánið getur verið í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns sem hækkar í takti við aukið virði eigna hverju sinni. Kostnaðarvirði eignar skal endurmetið samhliða hækkunum á heimild.

Í stærri verkefnum er gjarnan gerð sú krafa að mat á kostnaðarvirði framkvæmda sé metið af utanaðkomandi fagaðila.

Kröfufjármögnun

Innlendar viðskiptakröfur

Kröfufjármögnun er rekstrarfjármögnun gegn veði í útgefnum innlendum viðskiptakröfum. Hentug fjármögnun fyrir fyrirtæki sem eiga útistandandi kröfur, hafa yfir takmörkuðu fjármagni að ráða og vilja nýta kröfusafnið sem lánsveð.

Kröfufjármögnun brúar bilið milli lánsviðskipta og staðgreiðslu og óvissa um greiðsluflæði minnkar. Seljandi vöru eða þjónustu felur Arion banka að fjármagna kröfusafnið sem miðast við fyrirfram ákveðið lánshlutfall.

Birgðafjármögnun

Birgðafjármögnun er lán til fyrirtækja með veði í birgðum. Gerður er lánssamningur um birgðafjármögnun til eins árs í senn og er lánið í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns. Lánið skal að hámarki nema 50% af innkaupsverði eða framleiðslukostnaði birgða. Rík áhersla er lögð á lántaka að upplýsa bankann með réttum hætti um stöðu birgða hverju sinni.

Afurðalán

Afurðarlán eru lán til sjávarútvegsfyrirtækja, sláturleyfishafa, mjólkurbúa og loðdýrabænda. Lánin eru með veði í framleiðslu fyrirtækja og er gerður lánssamningur til eins árs í senn. Lánin eru í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns. Lánað er að hámarki 50% af kostnaðarvirði afurða hverju sinni. Rík áhersla er lögð á lántaka að upplýsa bankann með réttum hætti um stöðu birgða hverju sinni.