Rekstrarlán
Yfirdráttarlán
Yfirdráttarlán er algengasta form skammtímafjármögnunar og hentar vel þegar tímabundin fjárþörf er í rekstri fyrirtækja. Samið er um yfirdráttarheimildir til eins árs í senn eða skemur.
Yfirdráttarlán er veitt á reikningi viðskiptavinar sem dregur á heimildina eftir þörfum.
Framkvæmdafjármögnun/ádráttarlán
Framkvæmdafjármögnun/ádráttarlán er lán til fyrirtækja á meðan á byggingaframkvæmdum stendur. Lánið getur verið í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns, lánsfjárhæð er metin út frá kostnaðaráætlun. Dregið er á lánið í takt við aukið virði eignar og framvindu verks. Í stærri verkefnum er gjarnan gerð sú krafa að mat á kostnaðarvirði verks sé metið af utanaðkomandi fagaðila.
Afurðalán
Afurðarlán eru lán til sjávarútvegsfyrirtækja, sláturleyfishafa og loðdýrabænda. Lánin eru með veði í framleiðslu fyrirtækja og er gerður lánssamningur til eins árs í senn. Lánin eru í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns. Lánað er að hámarki 50% af kostnaðarvirði afurða hverju sinni. Rík áhersla er lögð á lántaka að upplýsa bankann með réttum hætti um stöðu birgða hverju sinni.