Rekstrarlán

Yfirdráttarlán

Yfirdráttarlán er algengasta form skammtímafjármögnunar og hentar vel þegar sveiflur eru á rekstrarfjárþörf fyrirtækisins. 

Almennt er samið um yfirdráttarheimildir til eins árs í senn eða skemur.

Lánasamningar

Lánsform sem er að jafnaði notað í sérstökum tilvikum þegar um háar lánsfjárhæðir er að ræða. Lánasamningar eru tvíhliða samningar milli bankans og viðskiptavinarins, þar sem hvor aðili um sig staðfestir að hann muni framkvæma ákveðna hluti að vissum skilyrðum uppfylltum.

Skuldabréfalán

Skuldabréfalán nýtast fyrirtækjum m.a. til fjármögnunar eða endurfjármögnunar til lengri eða skemmri tíma.
Henta vel þegar fjármagna þarf t.d. atvinnuhúsnæði eða véla- og tækjakaup.

  • Greiðast með jöfnum afborgunum yfir lánstímann
  • Lánstími allt að 20 ár
  • Lán til lengri tíma en 5 ára eru yfirleitt verðtryggð og tryggð með fasteignaveði
  • Breytilegir, verðtryggðir eða óverðtryggðir vextir

Hafðu samband

Í útibúunum okkar starfa sérfræðingar með langa reynslu og mikla þekkingu í fjármálum fyrirtækja. Megináhersla er lögð á að þjónusta og sinna þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem gera kröfur um gott samstarf, þekkingu og góða þjónustu.