Rekstrarlán

Við komum til móts við fjármögnunarþarfir fyrirtækja með fjölbreyttum lánamöguleikum til lengri eða skamms tíma. Skammtímafjármögnun hentar vel þegar tímabundin fjárþörf er í rekstri.

Þú getur valið um yfirdráttarlán, framkvæmdafjármögnun og skuldabréfalán.

Yfirdráttarlán

Yfirdráttarlán er algengasta form skammtímafjármögnunar og hentar vel þegar tímabundin fjárþörf er í rekstri fyrirtækja eða sveiflur eru í fjármagnsþörf. Samið eru um yfirdráttarheimild til eins árs í senn eða skemur og þú greiðir eingöngu vexti af nýttri heimild.

Þarf fyrirtækið yfirdráttarheimild?

Styttum biðina eftir svari með því að sækja um lán eða yfirdráttarheimild í gegnum umsóknarform sem unnið er í samstarfi við Creditinfo.

Þú getur hvort sem er óskað eftir nýrri yfirdráttarheimild eða hækkun á núverandi heimild. Yfirdráttarheimild er veitt á reikning félagsins.

Vextir á yfirdráttarlánum eru mismunandi eftir vaxtaflokkum, upplýsingar um vexti og verðskrá.

Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú haft samband við okkur í netspjalli eða sent okkur tölvupóst á fyrirtaeki@arionbanki.is.

Sækja um yfirdráttarheimild

Skuldabréfalán

Skuldabréfalán er lánaform þar sem félagið greiðir lánið niður með reglulegum greiðslum oftast mánaðarlegum. Þú semur um upphæð og lengd lánstíma.

Þarf fyrirtækið skuldabréfalán?

Styttum biðina eftir svari með því að sækja um lán í gegnum umsóknarform sem unnið er í samstarfi við Creditinfo.

Við lánum að hámark 20 m.kr. í formi skuldabréfaláns. Kjör og lánstími ákvarðast miða við þær tryggingar sem þú hefur. Hægt er að reikna lán hér neðst á síðunni. Sjá upplýsingar um vexti og verðskrá.

Ef þú hefur einhverjar spurningar getur þú haft samband við okkur í netspjalli eða sent okkur tölvupóst á fyrirtaeki@arionbanki.is.

Sækja um skuldabréfalán

Framkvæmdafjármögnun

Framkvæmdafjármögnun/ádráttarlán er lán til fyrirtækja á meðan á byggingaframkvæmdum stendur. Lánið getur verið í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns, lánsfjárhæð er metin út frá kostnaðaráætlun.

Dregið er á lánið í takt við aukið virði eignar og framvindu verks. Í stærri verkefnum er gjarnan gerð sú krafa að mat á kostnaðarvirði verks sé metið af utanaðkomandi fagaðila.

Afurðalán

Afurðarlán eru lán til sjávarútvegsfyrirtækja, sláturleyfishafa og loðdýrabænda. Lánin eru með veði í framleiðslu fyrirtækja og er gerður lánssamningur til eins árs í senn. Lánin eru í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns.

Lánað er að hámarki 50% af kostnaðarvirði afurða hverju sinni. Rík áhersla er lögð á lántaka að upplýsa bankann með réttum hætti um stöðu birgða hverju sinni.

Reikna lán

Forsendur láns

kr.
%
%
mán

Kostnaður

%
kr.
kr.
kr.