Bílalán

Þú greiðir engin lántökugjöld af lánum vegna rafmagnsbíla og annarra bíla sem ganga fyrir 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.

Bílalánin okkar eru fyrir alla og er einfalt rafrænt ferli.

Hægt að hafa samband við ráðgjafa í síma 444-8800 eða með tölvupósti á netfangið bilar@arionbanki.is.

Engin lántökugjöld
af 100% rafmagnsbílum


Rafmagnsbílar

100%

afsláttur af lántökugjöldum

Þú greiðir engin lántökugjöld við fjármögnun bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum.


Umhverfisvænir

50%

afsláttur af lántökugjöldum

Við fjármögnun annarra vistvænna bíla sem nota að hluta til endurnýjanlega orkugjafa þar sem útblástursgildi er lægra en CO2 50 g/km bjóðum við 50% afslátt af lántökugjöldum.

Það geta allir sótt um
bílalán hjá okkur

Bílafjármögnun er í boði fyrir alla óháð því hvar þú ert með önnur bankaviðskipti. Lánin eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum og eru með jafnar greiðslur (annuitet).  

Þegar þú hefur fundið rétta bílinn mun bílasali senda inn umsókn um fjármögnun í gegnum umsóknarkerfi Arion banka. Umsóknarferlið er 100% rafrænt þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum.

Þarf greiðslumat?

Já, ef þú ert nýr viðskiptavinur. En engar áhyggjur greiðslumatið er hluti af okkar rafræna ferli og tekur aðeins 2-3 mínútur. Nýir viðskiptavinir þurfa einnig að ljúka áreiðanleikakönnun áður en stofnað er til viðskipta. Nokkrar spurningar sem einfalt er að svara og tekur aðeins nokkrar sekúndur. 

 

Ertu að leita að
ökutækjatryggingum?

Miklir fjármunir liggja í ökutækjum og geta minnstu tjón verið mjög kostnaðarsöm ef bílatryggingarnar eru ekki í lagi.

Fáðu tilboð í bílatryggingar hjá tryggingafélaginu Verði í appinu á örfáum sekúndum. Ef þér líst vel á tilboðið klárar þú kaupin með einum smelli.

  • Fylgstu með tryggingarvernd þinni hjá Verði í Arion appinu og fáðu yfirsýn yfir tryggingarnar þínar og hvað hver og ein þeirra felur í sér með örfáum smellum.
  • Þú getur auðveldlega bætt við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast.

Sækja appið fyrir iOSSækja appið fyrir Android

Tryggingar í boði á vef Varðar

Einfalt rafrænt ferli

 

1

Þú finnur rétta bílinn og hefur samband við bílasölu.

2

Bílasali sendir inn rafræna umsókn um fjámögnun.

3

Þú undirritar samning í farsímanum þínum.

4

Samningi er þinglýst rafrænt. Til hamingju með nýja bílinn!

Get ég fengið lán fyrir öllum bílum?

  • Hámarkslánstími er 7 ár
  • Aldur bíls og lánsstími getur að hámarki verið 15 ár samanlagt
  • Lánað er allt að 80% af kaupverði bílsins
  • Lágmarkskaupverð bílsins er 700.000 kr.
  • Hámarksakstur bifreiðar er 180.000 km við lántöku
  • Ef bíllinn er of gamall, getur þú brúað bilið með Núláni