Bílalán

Viðskiptavinir greiða engin lántökugjöld af lánum vegna rafmagnsbíla og annarra bíla sem ganga fyrir 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.

Í ljósi aðstæðna

Í ljósi aðstæðna mun bílafjármögnun Arion banka leita leiða til að aðstoða sína viðskiptavini í gegnum þessa erfiðu tíma vegna Covid19 faraldurs.

Viðskiptavinir geta leitað eftir upplýsingum og fengið úrlausn sinna mála í síma 444 8800 eða í gegnum tölvupóstfangið bilar@arionbanki.is.

Við bendum sérstaklega á rafrænar lausnir bílafjármögnunar Arion banka. Umsóknir eru sendar inn rafrænt og er samþykktarferlið sjálfvirkt og 100% rafrænt fyrir bílasamninga, þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum.

Bílafjármögnun

Viðskiptavinir greiða engin lántökugjöld við fjármögnun bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða öðrum 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Sem fyrr bjóðum við 50% afslátt af lántökugjöldum við fjármögnun annarra vistvænna bíla sem nota að hluta til endurnýjanlega orkugjafa og að hluta til jarðefnaeldsneyti sem eru með minni útblástur en 99 g/km í vegið CO2 gildi.

Lántökugjöld

Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir 100% endurnýjanlegum orkugjöfum - Engin lántökugjöld.

Tvinnbílar og aðrir bílar sem eru með minni útblástur en 99 g/km í vegið CO2 gildi - 50% afsláttur af lántökugjöldum.

Vantar þig aðstoð?

Ef þú hefur einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við sérfræðinga okkar í síma 444-8800 eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið bilar@arionbanki.is.

Þú getur einnig kíkt til okkar í útibú Arion banka, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.

Reikna lán

 

Hvernig fæ ég bílafjármögnun?

Þegar þú hefur fundið rétta bílinn mun söluaðilinn senda inn umsókn um fjármögnun. Umsóknin er send inn í rafrænt og er samþykktin sjálfvirk. 100% pappírslaust ferli fyrir bílasaminga, þar sem undirritað er með rafrænum skilríkjum. Ef þörf er á greiðslumati vegna umsóknarinnar er það byggt í kerfið og lokið á aðeins 3 mínútum gjaldfrjálst. Ef þú hefur frekari spurningar er hægt að hafa samband við ráðgjafa í síma 444-8800 eða með tölvupósti á netfangið bilar@arionbanki.is.

Bílasamningur eða bílalán?

Bílasamningar eru afgreiddir í 100% rafrænu ferli, sem er fljótvirkt og eykur sveigjanleika yfir samningstímann. Viðskiptavinurinn er skráður skattalegur eigandi og umráðamaður bílsins og er skráning bílsins flutt yfir á viðskiptavin við uppgreiðslu samnings. Þá er lítið mál að greiða inná samninginn eða greiða hann upp að fullu í netbankanum, hvenær sem er yfir samningstímann, án auka kostnaðar.

Bílalán eru veðskuldabréf sem er þinglýst hjá sýslumanni. Það er því ekki hægt að afgreiða nema að hluta í rafrænu ferli, og þýðir að allar breytingar á lánstíma þurfa að fara í þinglýsingu. Viðskiptavinur er skráður eigandi bílsins, en bankinn á fyrsta veðrétt. En líkt og með samning er hægt að greiða lánið upp að hluta eða heild hvenær sem er yfir lánstímann án auka kostnaðar. Við uppgreiðslu er veðinu aflétt hjá sýslumanni.

Bílatryggingar

Miklir fjármunir liggja í ökutækjum og geta hin minnstu tjón verið mjög kostnaðarsöm. Vörður býður viðskiptavinum víðtækar tryggingar fyrir ökutæki.

Það gæti borgað sig að fá tilboð í tryggingar frá Verði fyrir nýja bílinn. Smelltu hér.

Sérfræðingar bíla- og tækjafjármögnunar

Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri reynslu og eru ávallt tilbúnir að aðstoða og finna bestu fjármögnunarleiðina fyrir þig og þitt félag.  

Við erum staðsett í útibúi Arion banka, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi.

Vörustjóri bílafjármögnunar

Árni Örvar Daníelsson

arni.orvar.danielsson@arionbanki.is

Viðskiptastjóri einstaklinga

Rósalind María Gunnarsdóttir

rosalind.gunnarsdottir@arionbanki.is

Viðskiptastjóri einstaklinga

Thelma Harðardóttir

thelma.hardardottir@arionbanki.is

Spurt og svarað