Af hverju þarf ég
rafræn skilríki/Auðkennisapp?
Rafræn skilríki eru einföld og örugg leið til auðkenningar og undirritunar í rafrænum heimi.
Auðkennisappið er einnig annar möguleiki til auðkenningar og undirritunar en appið er nettengt og því hægt að nota það þar sem ekki er símasamband. Appið virkar fyrir íslensk og erlend símanúmer.
Hvernig fæ ég rafræn skilríki í farsímann minn?
Byrjaðu á að athuga hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur rafrænna skilríkja með því að fletta upp símanúmerinu þínu á vef Auðkennis.
Hægt er að nýta rafræn skilríki með flestum tegundum farsíma, aðalmálið er að SIM kortið uppfylli þær tæknilegu kröfur sem til þarf.
Ef SIM kortið þitt uppfyllir ekki kröfur rafrænna skilríkja þarftu að hafa samband við þitt símafyrirtæki þar sem þú getur fengið nýtt SIM kort.
Þegar þú ert komin/n með nýtt SIM kort í símann þinn getur þú farið í næsta útibú Arion banka og látið virkja rafrænu skilríkin þín. Mundu eftir að hafa með þér ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini. Stafrænt ökuskírteini er ekki samþykkt við virkjun rafrænna skilríkja.
Hvernig fæ ég Auðkennisappið í farsímann minn?
Þú sækir Auðkennisappið Auðkenni í App store eða Play store. Auðkennisappið getur þú virkjað í sjálfsafgreiðslu hvar sem er í heiminum, eina sem þarf er að vera orðinn 18 ára, hafa snjalltæki með NFC stuðningi og gilt íslenskt vegabréf. Það er einnig hægt að virkja appið í útibúi Arion banka.
Spurt og svarað
Hvað eru rafræn skilríki?
Eru rafræn skilríki örugg?
Getur aðili undir 18 ára fengið rafræn skilríki?
Get ég haft mörg rafræn skilríki á SIM kortinu mínu?
Get ég haft skilríki á fleiri en einum síma?
Get ég skipt um PIN?
Hvað geri ég þegar ég gleymi PIN eða hef læst því?
Get ég fengið rafræn skilríki á síma með eSIM?
Hvað er Auðkennisapp?
Kostar að fá rafræn skilríki/Auðkennisapp?