Af hverju þarf ég rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru einföld og örugg leið til auðkenningar og undirritunar í rafrænum heimi.

Rafræn skilríki eru virkjuð í útibúum bankans til kl. 16.00 alla virka daga.

Gjald fyrir virkjun rafrænna skilríkja er 1.000 kr. en virkjunin er viðskiptavinum Arion banka að kostnaðarlausu.
 

Hvernig fæ ég rafræn skilríki í farsímann minn?

Byrjaðu á að athuga hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur rafrænna skilríkja með því að fletta upp símanúmerinu þínu hér fyrir neðan.

Hægt er að nýta rafræn skilríki með flestum tegundum farsíma, aðalmálið er að SIM kortið uppfylli þær tæknilegu kröfur sem til þarf.

 

Ef SIM kortið þitt uppfyllir ekki kröfur rafrænna skilríkja þarftu að hafa samband við þitt símafyrirtæki þar sem þú getur fengið nýtt SIM kort.

Þegar þú ert komin/n með nýtt SIM kort í símann þinn getur þú farið í næsta útibú Arion banka og látið virkja rafrænu skilríkin þín. Mundu eftir að hafa með þér ökuskírteini eða vegabréf. Ekki er nóg að framvísa rafrænu ökuskírteini.

Virk rafræn skilríki eru forsenda þess að þú getir notað símann til auðkenningar og undirritunar.

Spurt og svarað