Atvinnutækjalán
Atvinnutækjalán er góður valkostur fyrir fyrirtæki, bændur og einyrkja þegar kemur að fjármögnun bíla og atvinnutækja. Lánin eru bæði í formi skuldabréfaláns, þar sem lántaki er skráður eigandi bíls/tækis á samningstíma, sem og kaupleigu þar sem Arion banki er skráður eigandi bíls/tækis þar til samningstíma lýkur.
Lánstími getur verið allt að 7 ár eða 84 mánuði og hámarks lánshlutfall allt að 80% af virði bíls/tækis að frádregnum virðisaukaskatti.
Græn bíla- og vinnuvélalán
Viðskiptavinir greiða engin lántökugjöld við fjármögnun bíla og atvinnutækja sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða öðrum 100% endurnýjanlegum orkugjöfum.
Við fjármögnun bíla og atvinnutækja sem nota að hluta endurnýjanlega orkugjafa og hluta jarðefnaeldsneyti sem er minni útblástur en 99g/km í vegið C02 gildi, er veittur helmings afsláttur af lántökugjöldum.
Forsendur fjármögnunar
- Samanlagður aldur bíls/tækis og lánstími getur að hámarki verið 10 ár.
- Skilyrði fyrir fjármögnun vinnuvéla eru að tækið verði skráð hjá Vinnueftirliti.
- Bíll/tæki skal vera með viðeigandi tryggingar út lánstíma.
- Að virkur eftirmarkaður sé til staðar fyrir veðsett tæki/vél. Sérfræðingur bankans metur seljanleika tækis og líftíma.
- Ekkert uppgreiðslu eða umframgreiðslugjald er af Atvinnutækjalánum.
- Eingöngu er lánað í íslenskum krónum.
Hvernig ber ég mig að?
Þegar um fjármögnun bifreiða er að ræða er hægt að óska eftir fjármögnun í gegnum öll helstu bílaumboð landsins. Einnig er hægt að hafa beint samband við sérfræðinga Atvinnutækjalána.
Þegar kemur að fjármögnun vinnuvéla skal hafa samband við sérfræðinga bankans í síma 444-8811 eða senda tölvupóst á netfangið taeki@arionbanki.is.
Bíla- og vinnuvélatryggingar
Miklir fjármunir liggja í ökutækjum og vinnuvélum og geta minnstu tjón verið mjög kostnaðarsöm.
Vörður tryggingafélag bíður viðskiptavinum víðtækar tryggingar jafn fyrir ökutæki sem vinnuvélar.
Það gæti borgað sig að fá tilboð í tryggingar frá Verði.
Fyrir ökutæki smelltu hér.
Fyrir vinnuvél smelltu hér.
Sérfræðingar Atvinnutækjalána
Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri reynslu og eru ávallt tilbúnir að veita aðstoð og ráðgjöf.