Vinnustaðurinn

Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu. 

Auglýst laus störf  Almenn umsókn

Fólkið okkar

Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.

Fjölmargir starfsmenn hafa sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsmenn séu með meira en 40 ára starfsaldur. Meðalstarfsaldur hjá starfsfólki Arion banka er tíu ár.

Hlutfall starfsfólks með háskólapróf er 59%, 23% eru með stúdentspróf, iðnmenntun eða verslunarskólapróf og 19% eru með grunnskóla- eða gagnfræðapróf. Háskólamenntuðum starfsmönnum hefur fjölgað á undanförnum árum en nokkrir starfsmenn stunda nám með vinnu.

Mannauðsstefna
Jafnréttisstefna

Stjórn

Stjórnarmenn Arion banka.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Arion banka.

Skipurit

Skipurit Arion banka.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið.

Viltu vinna með okkur?

Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.

Til að skapa traust og virðisauka fyrir viðskiptavini er mikil áhersla lögð á að viðhalda þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, símenntun og starfsþróun. Mikið er lagt upp úr frumkvæði, ábyrgð starfsmanna og krefjandi verkefnum í öflugu og gefandi hópstarfi.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í góðu starfsumhverfi með kraftmiklu fólki eru hvattir til að sækja um starf.

Auglýst laus störf 

Almenn umsókn Uppfæra umsóknargögn Umsækjendur - hagnýt ráð

Öflugt starfsmannafélag

Starfsmannafélagið Skjöldur stendur fyrir öflugu og fjölbreyttu félagsstarfi starfsmanna og í mörgum tilfellum allrar fjölskyldunnar. Innan félagsins eru starfræktar nokkrar nefndir sem hver um sig starfrækir hina ýmsu klúbba og stendur fyrir ótal viðburðum árlega.

Nefndir félagsins eru: Skemmtinefnd, ferðanefnd, tómstundanefnd, íþróttanefnd og orlofshúsanefnd.

Meðal klúbba eru til dæmis: Ljósmyndaklúbbur, veiðiklúbbur, golfklúbbur, hjólaklúbbur, bókaklúbbur og prónaklúbbur svo eitthvað sé nefnt.