Lán til fjárfestinga
Atvinnuhúsnæðislán
Lán til fjármögnunar atvinnuhúsnæðis geta verið með ýmsum hætti og er hægt að sníða eftir þörfum hvers og eins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Lánin geta verið hvort sem heldur verðtryggð eða óverðtryggð og getur lánstími verið allt að 25 ár. Veðhlutfall skal ekki fara yfir 75% af virði fasteignar.
Lán til sjávarútvegs
Lán til sjávarútvegs er ætlað fyrirtækjum í sjávarútvegi til skipa og kvótakaupa. Lánin geta verið hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendri mynt, við lánveitingu er horft til þess í hvaða mynt tekjur lántaka eru.
Lánstími getur verið allt að 30 árum og skal veðsetningarhlutfall miðast við 75% af markaðsvirði skips og kvóta. Auk fjármögnunar bíður Arion banki uppá fjölbreytt úrval þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki.
Lán til landbúnaðar
Hjá Arion banka er löng hefð fyrir lánveitingum til landbúnaðar og er mikil þekking og reynsla hjá starfsfólki bankans þegar kemur að þess háttar fjármögnun.
Lán til landbúnaðar eru ætluð bændum, jarðeigendum, einstaklingum eða félögum sem koma að landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Lánin eru til fjármögnunar á jörðum, kvóta, bústofni og íbúðar- og útihúsum.
Til tryggingar er tekið veð í jörð og fasteignum og er hægt að velja um óverðtryggða eða verðtryggða vexti. Lánstími getur verið allt að 25 ár og skal veðsetningarhlutfall ekki fara yfir 75% af markaðsvirði jarðar og fasteigna.