Mannauður

Jákvætt vinnuumhverfi, jafnréttisstefna og jafnlaunavottun.

Mannauðsstefna Arion banka

Tengslabanki

Í Arion banka starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks. Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini. 

Arion banki er tengslabanki og við leggjum okkur fram um að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini og samstarfsfólk okkar. Við vinnum af fagmennsku og leitumst við að hugsa í lausnum. Við sýnum sveigjanleika, framsækni og áræðni í öllum okkar verkum.

Jákvætt vinnuumhverfi

Með því að skapa jákvætt vinnuumhverfi getum við haldið í og laðað til okkar besta starfsfólkið. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því upplifun þeirra er hjartað í Arion banka.

Mannauðsstefna Arion banka
Heilsu- og öryggisstefna Arion banka

Jafnréttisstefna

Stefna Arion banka er að hámarka mannauð sinn með fjölbreyttum hópi starfsfólks og með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks án tillits til kyns, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar eða trúar, eða annarrar stöðu. Starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og markmið stjórnenda Arion banka er að allt starfsfólk fái notið sín. 

Sjá jafnréttisstefnu Arion banka

Jafnlaunavottun

Árið 2015 fékk bankinn jafnlaunavottun sem staðfestir að ákvarðanir í launamálum eru byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og fela ekki í sér kynbundna mismunun.

Arion banki er með faggilta vottun á jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og hefur nú hlotið jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins.