Mannauður

Í Arion starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks.

Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini.

Fræðsla

Við leggjum áherslu á góða og markvissa þjálfun starfsfólks sem og sérhæfða fræðslu sem nýtist í starfi. 

Við hvetjum starfsfólk til að viðhalda faglegri þekkingu og veitum því tækifæri til að eflast og þróast í starfi auk þess sem krafa er gerð um að starfsfólk hafi haldgóða þekkingu á þeim lögum og reglum sem lúta að þeirra starfshlutverki.

Fræðslustefna

Markmið Arion er að efla og viðhalda faglegri þekkingu starfsfólks. Áhersla er lögð á góða og markvissa þjálfun starfsfólks og sérhæfða fræðslu sem nýtist í starfi með þjónustu til viðskiptavina að leiðarljósi. Við hvetjum starfsfólk til að viðhalda faglegri þekkingu og veitum því tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Arion leitar stöðugt leiða til að skapa lærdómsmenningu með öflugri fræðslu og hvatningu til starfsfólks til að taka ábyrgð á eigin þekkingu og færni og sýna frumkvæði í þekkingarleit sinni.

Arion leggur mikla áherslu á að starfsfólk hafi tækifæri til að efla faglega og persónulega hæfni sína auk þess sem krafa er gerð um að starfsfólk hafi haldgóða þekkingu á þeim lögum og reglum sem lúta að þeirra starfshlutverki.

Markmið með stefnunni

  • Styðja við markmið Arion að starfsfólk efli og viðhaldi þekkingu sinni og hæfni
  • Draga fram mikilvægi þess að starfsfólk sé ávallt vel upplýst og þekki vel til þeirra laga og reglna sem gilda um starfssvið þeirra
  • Virkja og hvetja allt starfsfólk til að taka frumkvæði og ábyrgð á eigin þekkingu og færni

Arion er lærdómsfyrirtæki og leggjum við mikið upp úr því að starfsfólk sé vel upplýst og hafi þá þekkingu og færni sem það þarf á hverjum tíma til að tryggja viðskiptavinum góða þjónustu.