Heilsu- og öryggisstefna

Markmið og mælingar

Markmið heilsu- og öryggisstefnu Arion banka er að bæta lífsgæði og vinnuumhverfi starfsfólks og styðja við mannauðsstefnu bankans. Lögð er áhersla á að tryggja að lögum um heilsu- og öryggi sé fylgt og skal heilsustefnan vera leiðarljós starfsfólks að betri heilsu, hvort sem er andlegri, félagslegri og líkamlegri. Með stefnunni og aðgerðum samhliða henni er lögð áhersla á forvarnir og heilsueflingu til framtíðar og aukna vitund starfsfólks um málefnið.

Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um að fyrirtæki skuli tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Með þessari stefnu skal það tryggt að Arion banki standi vörð um heilsu og öryggi starfsfólks og gera því góð skil hvernig slíkri stefnu skuli framfylgt.

Lagt verður mat á árangur og aðgerðir tengt heilsustefnu Arion banka með spurningum í könnunum sem lagðar eru reglulega fyrir starfsfólk. 

Áætlun um heilbrigði og öryggi á vinnustað

Fylgst er með skilgreindum áhættuþáttum er varða heilsu og öryggi starfsfólks með eftirfarandi þætti að leiðarljósi:

  • Greining - Þekkja áhættuþætti er varða heilsu starfsfólks á hverjum tíma
  • Forvarnir - Draga úr líkum á afleiðingum áhættuþátta
  • Viðbrögð - Bjóða upp á markviss úrræði og þjónustu til betri heilsu
  • Eftirfylgni - Fylgja málum eftir, meta árangur og endurskoða ef þörf er á

Við framkvæmd stefnunnar er horft til eftirfarandi þátta í þeim tilgangi að skapa umhverfi, vinnuaðstæður og vinnustaðamenningu sem eflir heilsu og líðan starfsfólks.

  • EKKO
  • Viðvera
  • Vinnuumhverfi og -aðstæður
  • Heilsuvernd og -efling
  • Öryggi starfsfólks

Arion banki er á hverjum tíma í samstarfi við þjónustuaðila sem viðurkenndur er af Vinnueftirliti ríkisins. Með stefnunni viljum við skapa eftirsóknarverðan vinnustað þar sem starfsfólk upplifir að heilsa og öryggi þess skiptir máli. Það er okkar allra að standa vörð um heilsu og öryggi alls starfsfólks bankans.