Mannauðsstefna

Með því að skapa jákvætt vinnuumhverfi getum við haldið í og laðað til okkar besta starfsfólkið. Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því upplifun þeirra er hjartað í Arion banka.

Rétta fólkið

 • Tryggjum að ráðningar fari fram með faglegum hætti og að réttur einstaklingur sé í hverju starfi.
 • Tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum markvissa þjálfun og fræðslu.
 • Leggjum metnað í að vanda til viðskilnaðar við starfslok.

Skýr sýn í jafnréttismálum

 • Hámörkum mannauðinn með fjölbreyttum hópi starfsfólks og með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör.
 • Gætum jafnréttissjónarmiða í hvívetna. Hvers kyns mismunun er í andstöðu við jafnréttisstefnu bankans og óheimil samkvæmt jafnréttislögum.
 • Bankinn hefur sett sér jafnlaunastefnu til að tryggja jöfn kjör fyrir jafn verðmæt störf og gagnsæi í launaákvörðunum.

Ánægja og samskipti

 • Vinnum marksvisst að því að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og er ánægt í starfi.
 • Leggjum áherslu á að starfsfólk geti samræmt fjölskylduábyrgð og starfsskyldur eins vel og mögulegt er. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er mikilvægt.
 • Hvetjum starfsfólk til þess að huga vel að eigin heilsu og stunda heilbrigt líferni.
 • Tökum ábyrgð. Einelti, kynferðisleg áreitni eða önnur óæskileg samskipti eru aldrei liðin. Það er á allra ábyrgð að koma í veg fyrir slíkt.

Stöðug þróun og fræðsla

 • Leggjum áherslu á að viðhalda og auka þekkingu og færni starfsfólks með fræðslu og öðrum fjölbreyttum námsleiðum.
 • Veitum tækifæri til starfsþróunar með nýjum áskorunum, aukinni ábyrgð og krefjandi verkefnum.
 • Hvetjum starfsfólk til þess að sýna metnað og vilja til þess að efla sig og þróast í starfi.

Öflug forysta

 • Hjá okkur starfa öflugir stjórnendur með skýra framtíðarsýn.
 • Stjórnendur ganga fram með góðu fordæmi og eru hvetjandi.
 • Stjórnendur veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsmanna.

Skilvirkt vinnuumhverfi

 • Deilum þekkingu og upplýsingum þar sem við á.
 • Nýtum aðferðir straumlínustjórnunar og stuðlum að ríkri umbótamenningu.

Árangursstjórnun

 • Vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og hrósum þegar vel hefur tekist til.
 • Nýtum vinnutímann vel í verkefni sem skila ávinningi fyrir viðskiptavininn.
 • Tileinkum okkur markmiðasetningu og mælingar á árangri einstaklinga og teyma.

Góð þjónusta - alltaf og alls staðar

 • Leggjum okkur alltaf fram um að veita öfluga og góða þjónustu.
 • Sýnum traust og faglegt viðmót í öllum samskiptum. Við gætum alltaf þagmælsku og viðhöldum trúnaði.
 • Saman látum við góða hluti gerast.