Mannauður

Í Arion starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks.

Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini.

Jafnrétti

Stefna Arion er að hámarka mannauð sinn með fjölbreyttum hópi starfsfólks með því að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks án tillits til kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar, trúar, eða annarrar stöðu.

Jafnréttis- og mannréttindastefna Arion

Stefna Arion er að virða mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi fyrirtækisins . Arion leggur áherslu á að skapa umhverfi þar sem fólk með sambærilega menntun, starfsreynslu og ábyrgð býr við jöfn tækifæri og kjör, án tillits til kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar, trúar eða annarrar stöðu. Hvers kyns mismunun er í andstöðu við stefnu þessa og óheimil samkvæmt jafnréttislögum nr. 150/2020 og lögum nr. 86/2018 um jafna stöðu á vinnumarkaði.

  • Laus störf skulu standa öllum opin sem búa yfir tilskilinni menntun og reynslu óháð kyni eða annarri stöðu.

  • Tryggt skal að starfsfólk í sambærilegum stöðum hafi jafna möguleika á endurmenntun, símenntun og starfsþjálfun, óháð kyni eða annarri stöðu.

  • Unnið skal markvisst að kynjajafnvægi í starfseiningum, starfaflokkum og nefndum til að fá fram mismunandi sjónarmið.

  • Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu eftir því sem mögulegt er. Stuðlað skal að sveigjanleika í starfi og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Arion styður við og hvetur allt starfsfólk til að nýta fæðingarorlofsrétt sinn.

  • Einelti, kynferðisleg/kynbundin áreitni og ofbeldi skal aldrei liðið innan Arion og ber starfsfólki að tilkynna viðeigandi aðilum verði það vart við slíka hegðun.

  • Lögð er áhersla á að skapa jafnréttissinnaðan og góðan vinnustað þar sem allt starfsfólk nýtur virðingar og mismunandi sjónarmið fá að njóta sín.

  • Í virðiskeðju Arion, þar með talið í innkaupum og í lánveitingum til fyrirtækja, er leitast við að ganga úr skugga um að alþjóðleg mannréttindi séu virt og að gætt sé að jafnrétti.

Uppfært í apríl 2021.

   


Jafnlaunastefna

Það er stefna Arion að fylgja jafnréttislögum nr. 150/2020, með síðari breytingum og öllum öðrum reglum og lögum um að konum og körlum sé ekki mismunað og að einstaklingar skulu fá greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Til þess að styðja við jafnlaunastefnuna, fer Arion eftir íslenska staðlinum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi en samkvæmt staðlinum skulu launaviðmið vera fyrirfram ákveðin og hvorki fela í sér beina eða óbeina kynbundna mismunun, né heldur mismunun á grundvelli annarra þátta svo sem kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða eða þjóðernis. Stefna þessi skal ná til alls starfsfólks.

Í samræmi við lög og til þess að tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur, skuldbindur Arion sig til að öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækisins og gera úrbætur þegar þess er þörf.

Uppfært í apríl 2021.