Viðbótar­sparnaður

Viðbótarsparnaður Arion er einföld og snjöll leið til að auka tekjurnar og spara um leið, hvort sem það er til efri áranna eða til að létta sér íbúðarkaupin.

Sækja um viðbótarsparnað

Innskráning á mínar síður

Sækja um viðbótarsparnað

Með rafrænum skilríkjum getur þú skráð þig inn á Mínar síður, valið Samningar og byrjað að spara.

 

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sent okkur umsókn í tölvupósti. 

Lífeyrismálin eru 
í Arion appinu

Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarsparnað hjá Arion banka nú þegar getur þú stofnað hann í Appinu með nokkrum smellum. Þú getur líka sameinað annan séreignarsparnað á einn stað með einföldum hætti.

Í appinu er hægt að: 

  • Stofna viðbótarsparnað og byrja að spara
  • Fylgjast með núverandi stöðu og þróun inneignar frá upphafi
  • Sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur
  • Skoða yfirlit yfir ráðstöfun viðbótarsparnaðar inn á íbúðalán og sjá hvort greiðslur séu virkar
  • Þetta og meira til er að finna í Arion appinu

Sækja Arion appið fyrir iOSSækja Arion appið fyrir Android

Nánar um appið

Reiknaðu út þinn sparnað

Hlutfall af launum
Inneign við 70 ára aldur
Reiknivélin sýnir þróun á áætlaðri inneign m.v. uppgefnar forsendur og 3,5% raunávöxtun. Athugið að niðurstaðan er eingöngu sett fram í dæmaskyni.
Þitt framlag
Mótframlag
Ávöxtun

Hvernig virkar
viðbótarsparnaður

Í viðbótarsparnaði leggur þú 2 eða 4% af launum í fjárfestingarleið að eigin vali. Til viðbótar færð þú 2% launahækkun í formi mótframlags frá launagreiðanda þínum í sparnaðinn.

Launagreiðandi sér um að standa skil á sparnaðinum og þú getur svo t.d. nýtt hann til að fjármagna íbúðarkaup skattfrjálst eða brúa bilið þegar ráðstöfunartekjur lækka við starfslok.

Viðbótarsparnaður erfist jafnframt við andlát og þurfa erfingjar ekki að greiða erfðafjárskatt. Það má því einnig líta á sparnaðinn sem einskonar líftryggingu fyrir erfingja.

Kostir viðbótarsparnaðar

 

2% launahækkun

Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarsparnað færðu almennt 2% mótframlag frá launagreiðanda þínum. Ert þú nokkuð að fara á mis við launahækkun?

 

Húsnæðislán

Hægt er að greiða viðbótarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán og ef þú ert að kaupa þína fyrstu fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarsparnaðinn til að auðvelda þér kaupin.

 

Erfist að fullu

Ef þú fellur frá þá fer inneign þín að fullu til erfingja. 

 

Þægilegur sparnaður

Viðbótarsparnaður er skattalega hagstæður sparnaður sem launagreiðandi þinn sér um að standa skil á. Sparnaðurinn er laus við 60 ára aldur.

Ólíkar fjárfestingarleiðir

Þú getur valið á milli mismunandi fjárfestingarleiða sem mæta ólíkum þörfum vegna aldurs og viðhorfs til áhættu. 

 

Skattahagræði

Í viðbótarsparnaði er enginn tekjuskattur við innborgun, enginn fjármagnstekjuskattur af ávöxtun og enginn erfðafjárskattur við andlát. Sparnaðurinn er jafnframt óaðfararhæfur við gjaldþrot. 

Ráðstöfun
viðbótarsparnaðar

Nýttu viðbótarsparnaðinn til að greiða fljótar niður húsnæðislánið þitt.

Greiða inn á húsnæðislán

Frá og með 1. júlí 2014 til 30. júní 2021 er heimilt að ráðstafa viðbótarsparnaði skattfrjálst inn á fasteignaveðlán og til húsnæðissparnaðar.
Heimildirnar eru háðar ákveðnum skilyrðum og hámörkum sem hægt er að kynna sér nánar á vef RSK.

Nánar um ráðstöfun inn á fasteignaveðlán
Nánar um húsnæðissparnað

 

Fyrsta íbúð

Frá og með 1. júlí 2017 geta þeir einstaklingar sem eru að kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn tekið út viðbótarsparnað sinn skattfrjálst eða ráðstafað honum til greiðslu inn á fasteignaveðlán í 10 ár að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frekari upplýsingar má finna á vef RSK.

Nánar um kaup á fyrstu íbúð