Útgreiðslureglur frjálsrar séreignar

Vegna aldurs: Frjáls séreign er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur.

Vegna örorku: Verði sjóðfélagi 10% öryrki eða meira á hann rétt á útgreiðslu frjálsrar séreignar. Við 100% örorku fæst frjáls séreign greidd út á 7 árum en tíminn lengist hlutfallslega við lægra örorkuhlutfall. Hægt er að óska eftir eingreiðslu þegar inneign er undir viðmiðunarfjárhæð sem er 1.288.761 kr. vegna ársins 2018.

Vegna andláts: Öll séreign erfist að fullu. Hafi hinn látni verið í hjónabandi við andlát öðlast maki rétt á 2/3 af frjálsri séreign og til barna greiðast 1/3 af frjálsri séreign. Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn rennur séreign til dánarbús sjóðfélaga.

Sjá nánar á útgreiðsluumsóknum Lífeyrisauka og Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Útgreiðslureglur lífeyris

Ráðgjöf

Fjármálaráðgjafar veita útgreiðsluráðgjöf sjá þjónustustaði og þjónustuleiðir.

Útgreiðsludagar og afgreiðslutími vegna lífeyris

Útgreiðsludagar: Útgreiðsla elli-, maka-, barna- og örorkulífeyris úr Frjálsa lífeyrissjóðnum, EFÍA og Lífeyrissjóði Rangæinga fer fram síðasta virka dag mánaðar, en fyrsta dag mánaðar úr LSBÍ.

Afgreiðslutími: Afgreiðsla elli- og makalífeyris getur tekið allt að 8 vikur og örorkulífeyris allt að 12 vikur. Barnalífeyrir er greiddur út samhliða örorku- og makalífeyri ef við á.

Útgreiðsludagar og umsóknarfrestur vegna séreignar

Útgreiðsla síðasta virka dag mánaðar: Húsnæðissparnaður og reglulegar greiðslur frjálsrar og bundinnar séreignar þ.m.t. erfðaséreignar. Einnig eingreiðslur ef við á.

Útgreiðsla 15. dag mánaðar eða síðasta virka dag fyrir 15. dag mánaðar: Húsnæðissparnaður og eingreiðslur frjálsrar og bundinnar séreignar þ.m.t. erfðaséreignar. Á ekki við um reglulegar greiðslur.

Umsóknarfrestur: Umsóknir þurfa að berast a.m.k. 5 dögum fyrir útgreiðsludag.

Umsóknir og fylgigögn

Sjóðfélagar geta sótt um ellilífeyri og séreign rafrænt á Mínum síðum lífeyrissjóðanna. Einnig eru útgreiðsluumsóknir á vefsíðum Frjálsa lífeyrissjóðins, Lífeyrisauka, EFÍA, Lífeyrissjóðs Rangæinga og LSBÍ. Sendist á utgreidslur@arionbanki.is eða í pósti til Lífeyrisþjónustunnar, Túngötu 3, 580 Siglufirði.

Skatthlutfall staðgreiðslu - Tekjuskattur

Fullur tekjuskattur er greiddur af öllum útgreiðslum enda eru þær frádráttarbærar frá skattskyldum tekjum við innborgun í sjóðinn. Arion banki sér um að standa skil á staðgreiðslu til ríkisins.

Skattkort

Ef nýta á skattaafslátt til lækkunar staðgreiðslu, þarf að skila frumriti skattkorts inn með umsókn. Heimilt er að nýta skattkort maka 100% ef um samsköttun er að ræða. Jafnframt er heimilt að nýta skattkort látins maka í allt að 9 mánuði frá andláti hans.

Tekjuskattsprósenta og persónuafsláttur ársins 2018

Staðgreiðsla skatta 2018 er reiknuð í tveimur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur er sem hér segir:

 • Skattþrep 1: tekjur upp að 893.713 kr. verða skattlagðar um 36,94%
 • Skattþrep 2: tekjur umfram 893.713 kr. verða skattlagðar um 46,24%
Persónuafsláttur er 53.895 kr. á mánuði. Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2018.
 

Greiðslur frá Tryggingastofnun

Breytingar urðu á greiðslum frá Tryggingastofnun frá og með 1. janúar 2017, sjá umfjöllun á vefsíðu Tryggingastofnunar. Séreignarsparnaður hætti að hafa áhrif á framfærsluuppbót ellilífeyris en mun áfram hafa áhrif til lækkunar á framfærsluuppbót örorkulífeyris.

Aðrar skerðingar

Greiðslur úr lífeyris- og séreignarsjóðum geta skert rétt til barnabóta, vaxtabóta og húsaleigubóta sem nemur hækkun á tekjuskattstofni. Greiðslur úr séreignarsjóðum skerða ekki atvinnuleysisbætur.

Erlendir ríkisborgarar utan EES og útgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar og iðgjalda úr tryggingadeild

 • Erlendir ríkisborgarar utan EES geta sótt um að fá iðgjöld úr tryggingadeild endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi, án vaxta en með verðbótum, sé það ekki bannað samkvæmt milliríkjasamningum, bæði framlag launþega og launagreiðanda.
 • Hafi sjóðfélagi öðlast rétt á framreikningi örorku (venjulega eftir 3 ár) getur endurgreiðsluhlutfallið lækkað.
 • Erlendir ríkisborgarar utan EES geta sótt um að fá séreign/viðbótarlífeyrissparnað útgreidda m.v. stöðu inneignar á útgreiðsludegi, að meðtalinni ávöxtun, þegar þeir flytja frá Íslandi.

Erlendir ríkisborgarar innan EES og útgreiðslur iðgjalda úr tryggingadeild

 • Erlendir ríkisborgarar innan EES geta ekki fengið iðgjöld úr tryggingadeild endurgreidd þegar þeir flytja frá Íslandi.
 • Það byggir á gagnkvæmu samkomulagi aðildarríkja samningsins um beitingu almannatryggingarreglna gagnvart þeim sem flytjast á milli aðildarríkjanna.
 • Erlendir ríkisborgarar innan EES sem fluttir eru frá Íslandi þegar að útgreiðslu iðgjalds úr tryggingadeild kemur, leita til systurstofnana Tryggingastofnunar í viðkomandi landi, en þær eiga að sjá um að senda fyrirspurn til Tryggingastofnunar á Íslandi.
 • Tryggingastofnun óskar þá eftir greiðslusögu/yfirliti frá Greiðslustofu lífeyrissjóða sem veitir upplýsingar úr nafnaskrá lífeyrissjóðanna.
 • Ef í ljós kemur að viðkomandi hefur greitt í lífeyrissjóð hér á landi, sendir Tryggingastofnun afrit af umsókninni á þann sjóð sem viðkomandi hefur síðast greitt í.
 • Sá sjóður sér svo um að áframsenda umsóknina á aðra lífeyrissjóði sem eru aðilar að Samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða, ef við á.
 • Lífeyrissjóðurinn tilkynnir síðan umsækjanda um niðurstöðuna.
 • Fylla þarf út sérstök eyðublöð vegna umsókna innan EES.
 • Nánari upplýsingar má sjá inn á vefsíðu Tryggingastofnunar.

Erlendir ríkisborgarar innan EES og útgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar

 • Erlendir ríkisborgarar innan EES geta ekki fengið séreign útgreidda þegar þeir flytja frá Íslandi.
 • Erlendir ríkisborgarar innan EES sem fluttir eru frá Íslandi þegar að útgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar kemur, þurfa sjálfir að setja sig í samband við þann vörsluaðila sem greitt var til, þar sem Tryggingastofnun og Greiðslustofa lífeyrissjóða hafa ekki milligöngu vegna viðbótarlífeyrissparnaðar.

Sækja um

Erlendir ríkisborgarar sækja um útgreiðslu á eyðublaðinu Umsókn um útgreiðslu lífeyrissparnaðar til ríkisborgara utan EES, en það er einnig til á ensku þ.e. Application for payout of pension to non-EEA citizens.