Öll helstu bankaviðskipti 

Með aðgangi að netbankanum geta fyrirtæki stundað öll helstu bankaviðskipti á netinu. Hægt er að tengja bókhaldskerfi beint við netbankann (B2B) til að auðvelda daglegan rekstur með því að vinna í einu kerfi.

Á forsíðuyfirliti birtast listi yfir innlánsreikninga, kreditkort, lán, ábyrgðir, ógreiddar kröfur, verðbréfasöfn, væntanlegar erlendar greiðslur og framvirkar greiðslur, sem notandi fyrirtækis hefur aðgang að.

Aðgangsstýring í netbanka

Lykilnotandi fyrirtækja og stofnana getur með einföldum hætti haldið utan um netbankaaðganga starfsmanna. Notendaviðmótið er einfalt og þægilegt. Öryggi og gegnsæi eykst þar sem hægt er að stofna, skoða og stýra heimildum starfsmanna á rauntíma.

Staðfesting er send í tölvupósti á valinn ábyrgðarmann í hvert skipti sem aðgangi er breytt eða nýjum aðgangi bætt við, með því má tryggja innra eftirlit í þjónustunni.

Til að opna fyrir aðgang að netbankanum þarf umsóknareyðublaðið að vera undirritað af þeim sem rita firmað í fyrirtækinu.

Öruggari bankaþjónusta

Netbankinn er ekki bara fljótlegri og þægilegri kostur í bankaþjónustu heldur einnig öruggari. Netbankinn er á https svæði sem er öruggt og dulkóðað.

Innskráning með rafrænum skilríkjum, app auðkenningu, PIN númerum og leyninúmerum reikninga gerir okkur kleift að hámarka öryggi þitt og draga úr líkum á fjársvikum. 

Meira um rafræn skilríki

App auðkenning

App auðkenning gerir notendum kleift að auðkenna sig í netbanka og Arion appi með auðkennisnúmeri sem birtist í auðkenningarappi í snjalltækjum.

Nánar um app auðkenningu

Greiðslusamþykktarferli

Greiðslusamþykktarferli í netbanka fyrirtækja tryggir fyrirtækjum að fleiri starfsmenn koma að greiðsluferlinu í þeim tilgangi að auka öryggi við greiðslur. 

Einn eða fleiri notendur þurfa að samþykkja greiðslur áður en þær eru endanlega inntar af hendi, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar.

Nánar um greiðslusamþykktarferli

Vissir þú að netbankinn býður upp á mjög fjölbreytta þjónustu?
Nánar

B2B vefþjónusta

Öll helstu bankaviðskipti í B2B þjónustu með því að vinna í bókhaldskerfi fyrirtækis án viðkomu í netbanka.

Nánar
Nánar

Rafræn skjöl

Rafræn birting skjala í netbankanum, s.s. launaseðlar og greiðsluseðlar. Sparar kostnað í rekstri. 

Nánar
Nánar

Innheimtuþjónusta

Skilvirk leið til að gefa út og innheimta viðskiptakröfur fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga með eigin atvinnurekstur.

Nánar
Nánar

Launagreiðendavefur

Skilagreinar, yfirlit og heildarstaða fyrir þá sem greiða í  lífeyris- eða séreignarsjóði sem eru í rekstri hjá Arion banka.

Nánar
Nánar

Gjaldeyrisviðskipti

Sparaðu tíma og fyrirhöfn og sendu erlendar greiðslur úr netbankanum. Hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum.

Nánar
Nánar

Lykilaðgangur

Lykilnotandi fyrirtækja getur haldið utan um netbankaaðganga starfsmanna með því að hafa Lykilaðgang í netbanka fyrirtækis.

Nánar

Spurt og svarað