Samþykktarferli í netbanka lögaðila

Greiðslusamþykktarferli í netbanka fyrirtækja tryggir að fleiri starfsmenn koma að greiðsluferlinu í þeim tilgangi að auka öryggi við greiðslur.

Einn eða fleiri notendur þurfa að samþykkja greiðslur áður en þær eru endanlega inntar af hendi, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar.

Samþykktaraðilar eru flokkaðir í tvo ólíka flokka í kerfinu, eftir því hver réttindi þeirra eru til samþykktar á greiðslum.

Hægt er að hafa samband við fyrirtækjaþjónustu Arion banka til að fá aðgang að þjónustunni, fyrirtaeki@arionbanki.is.

Samþykktarferli í netbanka - Notendahandbók