Gjaldeyrisviðskipti
Erlend viðskipti í netbankanum hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum til að greiða inn á erlenda bankareikninga. Með því sparast bæði fé og fyrirhöfn þar sem að viðskiptavinir sjá sjálfir um að millifæra til útlanda á einfaldan og þægilegan hátt. Kostnaður sparast við hverja færslu og betri yfirsýn fæst yfir allar erlendar greiðslur.
Greiða má út af gjaldeyrisreikningum og reikningum í íslenskum krónum.
- Sparar tíma, kostnað og minnkar villuhættu
- Allar aðgerðir í rauntíma
- Hægt er að senda greiðslutilkynningu til móttakanda, 14 tungumál í boði
- Hægt er að senda magngreiðslur beint frá bókhaldskerfi
- Hægt er að skoða erlent greiðsluflæði eftir erlendum viðtakendum, myntum og löndum
- Hægt er að skoða gengi dagsins og fylgjast með gengisþróun
- Kvittanir geymast í 7 ár
- Tilkynningar með tölvupósti um innkomna erlenda greiðslu
- Beintenging reikninga notenda í erlendum bönkum, yfirlit yfir færslur birtist í netbankanum
Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið - fyrirtæki
Instructions international transactions - companies