Borgaðu með símanum eða úrinu

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á eftirfarandi leiðir:

Það hefur aldrei verið auðveldara að borga með símanum.

Hvar get ég borgað með Arion appinu?

Þú getur borgað með símanum í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis. Þar að auki er hægt að borga með Apple Pay og Google Wallet í öppum og á vefsíðum.

Öryggi

Greiðslur með farsíma í gegnum Arion appið sem eru tengdar Visa greiðslukorti uppfylla kröfur Visa International um greiðslur með farsíma.

Þegar Visa kort er virkjað fyrir greiðslur með farsíma verður til sýndarnúmer (tóken) sem er notað í stað kortanúmers þegar greiðsla með farsíma er framkvæmd. Raunverulegt kortanúmer er því aldrei notað sem eykur öryggi. Ekki er hægt að virkja Visa kort nema að síminn sé með virkjaða læsingu. Til að greiða með Visa korti þarftu að aflæsa símanum með því að auðkenna þig með persónubundnum öryggisstillingum.

Mikilvægt er að þú gerir nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja að persónubundnir öryggisþættir sem þú notar til að auðkenna þig við innskráningu í símtækið séu ekki aðgengilegir öðrum þar sem þeir eru einnig notaðir til að staðfesta greiðslu

Ekki með Arion appið?

Arion appið er opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og sótt um Núlán.

Sækja fyrir iOS Sækja fyrir Android