Arion appið
er fyrir alla

Öll helstu bankaviðskipti í farsímanum þínum á nokkrum sekúndum. Arion appið er opið öllum.

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Tryggðu þig hjá Verði 
í Arion appinu

Tryggingakaup hafa aldrei verið auðveldari í banka appi. Fáðu tilboð í bíla- og heimilistryggingar hjá tryggingafélaginu Verði í appinu á örfáum sekúndum. Ef þér líst vel á tilboðið klárar þú kaupin með einum smelli.

Einstök yfirsýn yfir tryggingarnar þínar

Þægindin eru í fyrirrúmi fyrir viðskiptavini Arion banka þegar kemur að fjármálum og tryggingum.

Fylgstu með tryggingarvernd þinni hjá Verði í Arion appinu og fáðu yfirsýn yfir tryggingarnar þínar og hvað hver og ein þeirra felur í sér með örfáum smellum.

Þú getur auðveldlega bætt við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast.

Tryggingar fyrir þig

Fjölskyldan og heimilið

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna viljum við búa henni öruggt umhverfi, þar sem við eigum okkur skjól saman. Vörður hjálpar þér að tryggja fjölskylduna og fasteignina.

Skoða nánar

Ökutæki

Miklir fjármunir liggja í ökutækjum og geta hin minnstu tjón verið mjög kostnaðarsöm. Vörður býður víðtækar tryggingar fyrir ökutæki.

Skoða nánar

Líf og heilsa

Með líf- og heilsutryggingum Varðar gefst einstaklingum tækifæri til að renna stoðum undir fjárhagslega afkomu sína og fjölskyldunnar, komi til slysa, veikinda eða fráfalls.

Skoða nánar

Tryggingar að
þínum þörfum

Vörður er alhliða tryggingafélag sem býður tryggingalausnir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Vörður leggur áherslu á einfaldar og öruggar tryggingar á hagstæðu verði.

Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og vöruframboð. Á undanförnum árum hefur Vörður skipað efstu sætin í Íslensku ánægjuvoginni sem sýnir mikið traust viðskiptavina til félagsins og þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þess.

Vörður leggur mikla áherslu á góðan starfsanda og hefur félagið mælst með hæstu starfsánægju íslenskra tryggingafélaga.

Komdu og vertu í hópi ánægðustu viðskiptavina tryggingafélaga.

Bóka fund með tryggingaráðgjafa

Nánar um tryggingar á vef Varðar