Lífið er alls staðar

Þess vegna þarftu besta bankaappið. Arion appið er fyrir alla og þar geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum.

 

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Leiðbeiningar
fyrir Arion appið

Við höfum sett saman leiðbeiningar sem hjálpa fólki við að stíga sín fyrstu skref í heimi stafrænnar bankaþjónustu.

Sækja Arion appið fyrir iPhone síma

Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað heldur en 4G eða 3G tenging.

 1. Appið sett í símann

  Í iPhone er farið í App Store og þar er leitað eftir „Arion banki“ og þá ætti appið að birtast í leitarniðurstöðum.

 2. Appið ræst upp

  Eftir að búið er að setja upp appið er smellt á Arion banka táknið á skjáborðinu til að ræsa það upp. Eftir að appið er búið að keyra sig upp er síminn tengdur við netbankanotanda með innskráningu.

 3. Innskráning og auðkenning

  Innskráning er gerð með sömu upplýsingum og notaðar eru til að skrá sig inn í hefðbundna netbankann. Þá þarf að nota rafræn skilríki eða slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer. Hægt er að fá auðkennisnúmer með SMS eða notkun App auðkenningar. Nánari upplýsingar um auðkenningarleiðir bankans má finna hér.

  Eftir auðkenningu þarf að samþykkja skilmála um notkun appsins. Ef skilmálar eru ekki samþykktir er ekki hægt að nota appið.

  Eftir samþykkt skilmála velur þú leyninúmer sem framvegis er notað til að komast inn í appið. Í iPhone er einnig hægt að virkja Touch ID eða Face ID en með því getur þú aflæst appinu með því að skanna fingur eða andlit. Það er valið undir Meira - Stillingar - Öryggi.

 4. Appið tekið í notkun

  Við fyrstu innskráningu eru tengdir þeir reikningar og kreditkort sem hafa haft einhverjar hreyfingar á síðustu þremur mánuðum. Hægt er að velja hvaða reikningar og kort eru sýnileg undir Meira - Stillingar.

  Almennt sækir appið sjálft nýjustu stöðu og færslur. Til að sækja nýjustu stöðu handvirkt er í Android valinn hnappurinn efst í hægra horninu. Þá hefur appið samband við bankann og sækir nýjustu stöðu og hreyfingar. Í iPhone er nýjasta staða sótt með því að draga listann örlítið niður og sleppa. Þessi virkni á líka við í aðgerðunum Færslur og Ógreitt.

 5. Appið er komið í símann og tilbúið til notkunar.

Sækja Arion appið fyrir Android síma

Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað heldur en 4G eða 3G tenging.

 1. Appið sett í símann

  Í Android síma er fundin verslunin Google Play í símanum (stundum kölluð „Play Store“) þar er leitað eftir „Arion banki“ og þá ætti appið að birtast í leitarniðurstöðum.

 2. Appið ræst upp

  Eftir að búið er að setja upp appið er smellt á Arion banka táknið á skjáborðinu til að ræsa það upp. Eftir að appið er búið að keyra sig upp er síminn tengdur við netbankanotanda með innskráningu.

 3. Innskráning og auðkenning

  Innskráning er gerð með sömu upplýsingum og notaðar eru til að skrá sig inn í hefðbundna netbankann. Þá þarf að nota rafræn skilríki eða slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer. Hægt er að fá auðkennisnúmer með SMS eða notkun App auðkenningar. Nánari upplýsingar um auðkenningarleiðir bankans má finna hér.

  Eftir auðkenningu þarf að samþykkja skilmála um notkun appsins. Ef skilmálar eru ekki samþykktir er ekki hægt að nota appið.

  Eftir samþykkt skilmála velur þú leyninúmer sem framvegis er notað til að komast inn í appið.

 4. Appið tekið í notkun

  Við fyrstu innskráningu eru tengdir þeir reikningar og kreditkort sem hafa haft einhverjar hreyfingar á síðustu þremur mánuðum. Hægt er að velja hvaða reikningar og kort eru sýnileg undir Stillingar.

  Almennt sækir appið sjálft nýjustu stöðu og færslur. Til að sækja nýjustu stöðu handvirkt er í Android valinn hnappurinn efst í hægra horninu. Þá hefur appið samband við bankann og sækir nýjustu stöðu og hreyfingar. Í iPhone er nýjasta staða sótt með því að draga listann örlítið niður og sleppa. Þessi virkni á líka við í aðgerðunum Færslur og Ógreitt.

 5. Appið er komið í símann og tilbúið til notkunar.

Tengja kort við Apple Pay

 1. Opnaðu Arion appið (nauðsynlegt er að vera með nýjustu útgáfuna).
 2. Veldu kort og ýttu á Bæta korti í Apple Wallet.
 3. Fylgdu virkjunarferlinu og samþykktu skilmála.
 4. Svona borgar þú með símanum:

  Með andlitsskanna

  Til að borga með andlitskanna (Face ID) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum.

  Með fingrafaraskanna 

  Með fingrafaraskanna (Touch ID) heldur þú símanum að posanum með fingur á fingrafaraskanna.

 5. Allt klárt.

Tengja kort við Símaveski (Android)

 1. Þú opnar Arion appið.
 2. Velur Meira og svo Símaveski.
 3. Samþykkir skilmála.
 4. Velur það kort eða þau kort sem þú vilt að sé hægt að greiða með og setur í símaveskið.
 5. Samþykkir að símaveski Arion banka verði sjálfgefin greiðsluleið.
 6. Ákveður hvaða kort á að vera sjálfgefið til að greiða með.
 7. Svona borgar þú með símanum:

  Þegar þú kemur að posa aflæsir þú símanum með persónubundnum öryggisþætti (lykilorð, fingrafar eða augnskanni). Ekki þarf að opna Arion appið.

  Þú leggur símann að posanum eins og um snertilaust kort væri að ræða.

  *Passaðu að hafa kveikt á NFC í Android símtækinu þínu: Stillingar (Settings), Samband (Connections), NFC og greiðslur (NFC and payment) og velja þar Arion banki.

 8. Allt klárt.

Greiða reikninga

Undir valmöguleikanum Ógreitt má sjá ógreiddar kröfur og einnig ógreiddar kröfur sem greiðast sjálfvirkt. Hægt er að velja þær kröfur sem á að greiða hverju sinni og er þá boðið upp á að greiða þær strax eða á eindaga.

Millifæra

Til þess að millifæra í Arion appinu er ýtt á Millifæra í valmyndinni neðst á skjánum. 

 1. Þekktur viðtakandi greiðslu

  Þegar búið er að velja Millifæra á stöðuskjánum birtist listi yfir þá aðila sem millifært hefur verið á áður. Ef verið er að millifæra á þekktan viðtakanda þá er hægt að velja viðkomandi af listanum.

  Slegin er inn upphæð og ýtt á Áfram.
  Valinn er úttektarreikningur og ýtt á Staðfesta.
  Þá þarf að slá inn leyninúmer og ýta á Greiða

 2. Nýr viðtakandi greiðslu

  Ef millifærsla er á nýjan viðtakanda þarf að ýta á plúsinn efst í hægra horninu. Þá koma upp nokkrir valmöguleikar og valið er Ný millifærsla

 3. Slá þarf inn kennitölu viðtakanda
  Næst þarf að skrá inn banka, höfuðbók og reikningsnúmer viðtakanda.
  Að lokum er slegin inn upphæð sem á að millifæra og ýtt á Áfram.
  Valinn er úttektarreikningur og ýtt á Staðfesta.
  Þá þarf að slá inn leyninúmer og ýta á Greiða.
 4. Millifærsla hefur verið framkvæmd.

Greiða inn á lán

Hægt er að greiða inn á öll lán hjá Arion banka í Arion appinu.

 1. Velja lán

  Á stöðuskjánum þarf að velja það lán sem á að greiða inn á.

 2. Greiða inn á lán
  Næst þarf að ýta á hnappinn Greiða inn á lán. Sú upphæð sem greiða á inn á lánið er slegin inn og smellt á Áfram.

  Nú kemur upp tilkynning sem þarf að staðfesta með því að ýta á Áfram. Með tilkynningunni er lántaka beint á að þegar greitt er inn á lán þá fer innborgunin fyrst upp í áfallna vexti og verðbætur. Til þess að sem stærsti hluti greiðslunnar fari beint inn á höfuðstól þarf að greiða hana sem fyrst eftir afborgun á gjalddaga.

  Velja þarf úttektarreikning og ýta á Staðfesta. Slá þarf inn leyninúmer reikningsins til þess að ganga frá greiðslu og ýta síðan á Greiða.

  Þegar greitt er inn á eftirstöðvar láns fer hluti greiðslunnar til að greiða uppgreiðslugjald, áfallna vexti og verðbætur frá síðasta gjalddaga, og kemur sá hluti til lækkunar á næsta gjalddaga. Það er því aðeins hluti innborgunarinnar sem fer inn á eftirstöðvarnar. Hagstæðast er því að greiða inn á lán sem fyrst eftir gjalddaga, en þá fer fjárhæðin nær óskert inn á eftirstöðvarnar, að frádregnu uppgreiðslugjaldi.

 3. Greitt hefur verið inn á lánið.

Stofna eða breyta yfirdráttarheimild

Hægt er að stofna eða breyta yfirdráttarheimild í Arion appinu á auðveldan máta.

 1. Reikningur valinn
  Á stöðuskjánum þarf að velja þann reikning sem á að stofna/breyta yfirdráttarheimild. Þar næst er ýtt á hnappinn Heimild.  
 2. Yfirdráttarheimild
  Slá þarf inn upphæð sem óskað er eftir að verði á reikningnum og ýtt á Áfram. Gildistími heimildarinnar er sjálfkrafa 1 ár. 
 3. Staðfesta samning
  Staðfesta þarf samning vegna yfirdráttarheimildar. Það er gert með því að haka við að hafa lesið og kynnt sér skilmála lánasamningsins, þróun vaxta Arion banka og upplýsingabækling Neytendastofu.
    

  Einnig þarf að staðfesta samþykki á lánssamningi um yfirdráttarlán.
  Þegar búið er að staðfesta ofangreint er ýtt á Staðfesta.

 4. Afgreiðsla umsóknar
  Ef heimild er innan sjálfsafgreiðslumarka þá stofnast heimildin strax.
  Umsókn umfram sjálfsafgreiðslumörk fer áfram til vinnslu í þjónustuveri og tilkynning er birt í skilaboðum netbanka þegar umsókn hefur verið afgreidd.
 5. Yfirdráttarheimildin er komin.

Breyta kreditkortaheimild

Hægt er að breyta heimild á kreditkortum í Arion appinu á auðveldan máta.

 1. Kreditkort valið

  Á stöðuskjánum þarf að velja það kreditkort sem á að breyta heimild. Þar næst er ýtt á hnappinn Heimild.

 2. Heimild
  Slá þarf inn upphæð sem óskað er eftir að verði sem heimild á kreditkortinu og ýtt á Áfram. Staðfesta þarf sjálfvirka ákvarðanatöku við úrvinnslu umsóknarinnar. Gildistími heimildarinnar er sjálfkrafa 1 ár. 
 3. Kreditkortaheimildinni hefur verið breytt.

Stofna reikning

 1. Á stöðuskjánum er farið í valmöguleikann Meira og smellt á Reikningar. Þá kemur upp valmöguleiki á að stofna nýjan veltureikning eða sparnaðarreikning. 
 2. Ef valinn er veltureikningur er hægt að velja að hafa reikning með debetkorti eða kortalausan reikning. Eftir að annar hvor reikningur er valinn koma upp nokkrar spurningar og eftir að þeim hefur verið svarað er smellt á Stofna reikning.

 3. Nafn reiknings er valið í næsta skrefi og smellt á Staðfesta. Leyninúmer valið og smellt á Staðfesta. Að lokum þarf að kynna sér og samþykkja skilmála bankans um innlánsreikninga og smella á staðfesta.

 4. Reikningur stofnast strax.

Stofna kreditkort

 1. Á stöðuskjánum er farið í valmöguleikann Meira og smellt á Kort. Upp koma öll kreditkort bankans sem í boði eru, árgjald korta, ferðatryggingar og hvort Vildarpunktar séu í boði eða ekki.

 2. Kort er valið og smellt á Halda áfram. Í næsta skrefi þarf að gefa samþykki fyrir upplýsingaöflun og smella á Samþykkja. Heimild á korti valin, hámarksheimild er gefin upp, og hvert á að senda kortið. Smellt á Halda Áfram.

 3. Að lokum þarf að kynna sér og samþykkja samning um kreditkort og smella á Halda áfram. Kort stofnast strax. Hægt er að greiða með kortinu strax þó kortið sjálft hafi ekki borist, t.d. með símanum.

 4. Kreditkortið er tilbúið til notkunar í símanum.

Stofna greiðsludreifingu kreditkorta

Hægt er að dreifa kreditkortagreiðslum í Arion appinu á auðveldan máta.

 1. Kreditkort valið

  Á stöðuskjánum þarf að velja það kreditkort sem dreifa á greiðslum á. Þar næst er ýtt á hnappinn Dreifa.

 2. Greiðsludreifing
  Velja þarf upphæð sem óskað er eftir að greiða inn á kreditkortareikninginn og því næst að velja hversu marga mánuði eftirstöðvarnar dreifast á. Því næst er ýtt á Áfram. Staðfesta þarf sjálfvirka ákvarðanatöku við úrvinnslu umsóknarinnar. Eftirstöðvarnar verða skuldfærðar á gjalddaga. 
 3. Greiðsludreifing hefur verið stofnuð.