Lífið er alls staðar

Þess vegna þarftu besta bankaappið. Arion appið er fyrir alla og þar geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum.

 

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Skipuleggðu fjármálin
í Arion appinu

Í Arion appinu fá einstaklingar innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt með þægilegri framsetningu á útgjöldum og innborgunum. Fjármálin þín í Arion appinu gefa þér einstaka yfirsýn yfir stöðuna. Hvar peningarnir eru og í hvað þeir fara.

Heildarsýn á
fjármálin þín

Tímalína

Á tímalínu færðu einfalda og góða yfirsýn yfir allar þínar færslur. Færslurnar eru flokkaðar sjálfkrafa í yfir og undirflokka. Þannig færð þú yfirsýn yfir fjármál heimilisins á einum og sama stað. Ef þú ert ekki sammála flokkuninni getur þú alltaf breytt um flokk.

Þú getur smellt á aðrar færslur og kafað dýpra í flokka, undirflokka og söluaðila.

Innsýn

Í innsýn öðlast þú einstaka innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt. Þú getur kafað dýpra, séð útgjöld í einstaka flokkum og niður á tímabil og hægt er að skoða útgjöldin á myndrænan hátt.