Góð ráð fyrir fríið

Að ýmsu þarf að huga fyrir sumarfríið. Hér eru nokkur góð ráð til þeirra sem ætla að ferðast í sumar.

Kreditkortið með í ferðalagið

Það er einfalt að sækja um kreditkort í Arion appinu. Þú þarft ekki að bíða eftir að fá kortið afhent því kortið er virkt um leið og það birtist í Arion appinu og þá getur þú skráð kreditkortið í símaveskið og borgað með símanum. PIN númer kortsins finnur þú í Arion appinu og netbankanum.

Kortatryggingar veita öryggi á ferðalögum

Kortatryggingar fylgja öllum kreditkortum Arion banka. Tryggingarnar ná ekki aðeins til þín sem korthafa, heldur einnig til maka, sambýlismaka og barna á þínu framfæri, til loka 22 ára aldurs. Nánari upplýsingar um skilmála kortatrygginga Arion banka finnur þú á vefsíðu Varðar.

Ekki er nauðsynlegt að greiða ferðina með kreditkorti til að kortatryggingin sé í gildi þegar ferðast er til útlanda. Það er nóg að vera með gilt kreditkort í upphafi ferðar.

Þegar ferðast er innanlands er tryggingin aðeins gild ef að minnsta kosti helmingur ferðakostnaðar sem fellur til áður en ferð hefst er greiddur með kreditkortinu. Hafa ber í huga að á ferðalögum á Íslandi eru slysatjón á einkabifreiðum undanskilin.

Glatað kort

Ef þú glatar debet- eða kreditkorti er gott er að byrja á því að frysta kortið í Arion appinu eða netbankanum. Á sama hátt er auðvelt að virkja það aftur ef kortið finnst. Þegar kort er fryst lokast á notkun kortaplastsins en áfram er hægt að borga með símanum.

Þegar þú hefur leitað af þér allan grun þá geturðu látið loka kortinu varanlega með því að tilkynna það glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka í síma 444 7000. Utan afgreiðslutíma bankans getur þú haft samband við neyðarþjónustu í síma 525 2000.

Gengi

Þegar verslað er erlendis er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í debet- og kreditkortaviðskiptum má nálgast á arionbanki.is og skal miða útreikning við sölugengi. Athugaðu að Arion debetkortagengið er hagkvæmara en kreditkortagengið.

Stundum getur þú valið að greiða í íslenskum krónum þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram, því oftast er hagkvæmara að versla í erlendri mynt.

Kortasvik

Passaðu að enginn sjái þegar þú slærð inn PIN númer til að staðfesta greiðslu og gættu þess alltaf þegar þú greiðir með símanum að aðrir sjái ekki lykilorðið að símanum. Hafðu símtækið alltaf læst og aldrei staðfesta færslu með PIN númeri eða greiðslu með símanum nema tryggja að upphæð sé í samræmi við kaupin.

Sjá nánar um varnir gegn kortasvikum

Snertilausar greiðslur

Það er einfalt að skrá bæði debet- og kreditkort í símaveskið og borga með símanum sem er þægileg og örugg leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Þegar greitt er með kortaplasti verður af öryggisástæðum að staðfesta greiðslur yfir 7.500 kr. með PIN númeri og einnig eftir samanlagðar greiðslur að upphæð 15.000 kr.

Apple Pay

Þú getur greitt með Apple Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur innanlands sem og erlendis. Apple Pay virkar líka á vefsíðum og í forritum sem merkt eru með Apple Pay.

Sjá nánar um Apple Pay

Google Pay

Google PayTM er hraðvirk, einföld og örugg greiðsluleið fyrir Android tæki sem þú notar til að borga með símanum í verslunum, Google Pay virkar líka á vefsíðum og forritum sem merkt eru með Google Pay.

Sjá nánar um Google Pay

Hraðbankar

Þó hægt sé að nálgast flesta bankaþjónustu í Arion appinu getur stundum reynst nauðsynlegt að nýta sér hraðbanka til að nálgast reiðufé eða leggja inn. Hraðbankar Arion banka eru staðsettir víða um land.

Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu og tegund hraðbanka á arionbanki.is. Einnig er einfalt að nota Google Maps eða Visa ATM locator* síðuna til að finna staðsetningu hraðbanka út um allan heim.

*Arion banki getur ekki ábyrgst að staðsetningar hraðbanka í Goole Maps eða Visa ATM locator séu uppfærðar.

Einkaklúbburinn

Ef þú ert viðskiptavinur Arion banka býðst þér sjálfkrafa aðild að Einkaklúbbnum. Þú getur sótt Einkaklúbbsappið í símann þinn og fengið aðgang að fjölmörgum tilboðum hjá yfir 250 þjónustuaðilum um land allt.

Þú getur því sparað með því að nýta þér tilboðin í Einkaklúbbnum um leið og þú nýtur lífsins í fríinu.

Sjá nánar um Einkaklúbbinn

Vildarpunktar Icelandair

Ef þú átt Vildarpunkta Icelandair þá getur þú nýtt þá til að bóka flug með Icelandair, bæði hér- og erlendis. Til að bóka flug með Vildarpunktum þarftu að vera skráð(ur) inn á Saga Club reikninginn þinn hjá Icelandair.

Sjá nánar á vef Icelandair

Við óskum þér góðs sumarfrís hvert sem ferðinni er heitið. Við minnum á að þjónustuverið okkar er opið alla virka daga kl. 9–16 í síma 444 7000. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í netspjalli eða með því að senda tölvupóst á arionbanki@arionbanki.is.