Frysta kort í appinu

Það er einfalt og fljótlegt að frysta kreditkort í appinu sem og virkja það aftur.

Með því að frysta kortið lokar þú fyrir notkun kortsins í verslunum, hraðbönkum og á netinu. Boðgreiðslur sem og snjallgreiðslur munu þó virka áfram. Hægt er að virkja kortið aftur í appinu.

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar um ferlið. 

Veldu kort

Á forsíðunni smellir þú á kreditkortið sem á að frysta. Þá færðu yfirlit yfir kortið þitt ásamt möguleikanum að frysta kortið.

Frysta kort

Smellt er á hnappinn „Frysta kort“ og aðgerð staðfest.

Virkja kort

Ef enduropna á kort þarf að velja kort og smella á „Virkja kort“.