Aðstoð vegna dánarbúa
Hjá Arion banka færðu aðstoð varðandi afgreiðslu dánarbúa.
Tekjur, styrkir og aðrar upplýsingar
Til þess að fá upplýsingar um hita- og orkuveitu, síma og fjarskiptaaðganga þarf að hafa samband við þær stofnanir.
- Tryggingastofnun: Forsendur greiðslna breytast.
- Vinnumálastofnun: Atvinnuleysisbætur falla niður við andlát. Forsendur skattframtals breytast.
- Sveitarfélög/Stéttarfélög: Fjárhagsaðstoð fellur niður við andlát, útfararstyrkur í boði en fjárhæð styrksins er mismunandi eftir sveitar- og stéttarfélögum.
- Sjálfboðaliðahreyfingar: (Kiwanisklúbbar/Oddfellow) – Bjóða styrk til útfarar.
- Tryggingafélög: Athuga þarf með stöðu líftryggingar og útgreiðslu, ef við á.
- Fæðingarorlofssjóður: Hér þarf að kanna rétt til greiðslna við andlát barns/foreldris.
Frekari upplýsingar hjá sýslumanni
Hjá sýslumanni er hægt að fá nánari upplýsingar um það sem þarf að gera til að ljúka frágangi mála við skipti á dánarbúi. Ef þörf er á frekari aðstoð, til dæmis vegna skjalagerðar eða framkvæmd aðgerða við einkaskipti, þarf að leita annað, til dæmis til lögmanns.
Nánari upplýsingar um ferlið má finna á síðu Upplýsingar fyrir aðstandendur | Ísland.is (island.is)