Dánarbú

Þegar einstaklingur fellur frá verður til nýr lögaðili eða það sem kallað er dánarbú. Dánarbúið, sem heldur sömu kennitölu og hinn látni, tekur við öllum eignum og skuldum hins látna, þar með talið innstæðureikningum og lífeyrisréttindum ef við á.

Frá andláti fer sýslumaður með forræði búsins og ekki er heimilt að afgreiða dánarbúið fyrr en tilskyldum leyfum frá honum hefur verið skilað inn. Með leyfunum gefur sýslumaður til dæmis heimild til að fá upplýsingar um stöðu á reikningum, greiða fyrir útför eða heimild til að skipta búinu. Frekari upplýsingar eru á vefnum syslumenn.is. Upplýsingar um stöðu dánarbúsins eru veittar í útibúum bankans gegn framvísum slíkra leyfa.

Í öllum útibúum Arion banka er veitt ráðgjöf varðandi afgreiðslu dánarbúa hjá bankanum. Hægt er að velja um að panta viðtal hjá fjármálaráðgjafa eða koma við í næsta útibúi. Með því að panta viðtal gerir þú okkur kleift að undirbúa okkur betur og veita þér ítarlegri þjónustu. Skráðu upplýsingar inn í formið hér til hægri og við munum hafa samband við þig við fyrsta tækifæri og finna tíma sem hentar þér. 

Að mörgu er að hyggja við andlát. Hér fyrir neðan er skjal með lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga við úrvinnslu dánarbúa. Listinn er ekki tæmandi. 

Hægt er að hafa samband við Þjónustuver bankans 444-7000 eða í tölvupósti á arionbanki@arionbanki.is vegna frekari upplýsinga varðandi dánarbú.

Góð ráð

Óska eftir ráðgjöf vegna dánarbús