Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar

Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar

Arion banki viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar - mynd

Arion banki hlaut framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar og er í flokki A3. Matið byggir á árangri bankans á sviði umhverfis- og félagsþátta og stjórnarhátta. Bankinn viðheldur 90 stigum af 100 mögulegum og heldur því í við auknar kröfur sem gerðar eru í matinu milli ára. 90 stig er mesti fjöldi stiga sem Reitun hefur gefið og er bankinn í hópi þriggja annarra útgefanda sem eru í flokknum A3, en um fjörutíu íslenskir útgefendur hafa verið metnir.

Í niðurstöðum Reitunar kemur fram að Arion banki sýni mikinn vilja til að gera vel í sjálfbærnitengdum málefnum og hafi náð góðum árangri. Bankinn þekki þau áhrif sem hann geti haft, samfélaginu og umhverfinu til góða, og sé því gott fordæmi fyrir íslenskan markað.

Sjá meðfylgjandi samantekt frá Reitun á helstu niðurstöðum.

Arion banki UFS reitun - samantekt á niðurstöðum 2023